Ætti að gilda um barnaverndanefndir á landinu

„Kerfið eins og það hef­ur verið er brota­kennt og hef­ur ekki tekið mið af því að fólk í þess­um spor­um á erfitt með að ganga á milli aðila og segja sögu sína aft­ur og aft­ur því fag­fólkið er ekki að tala sam­an. Það er framtíðar­sýn­in að fólk geti gengið inn um ein­ar dyr og fengið alla þá þjón­ustu sem það þarf á að halda.“

Í dag geta foreldrar flutt á milli sveitarfélaga án þess að mál þeirra hjá barnaverndarnefndum fylgi þeim. Tilkynna þarf fólk til nefndarinnar á hverjum stað til að opna mál. Þetta hefur gefið foreldri sem á í forsjárdeilu möguleika að flytja á milli staða án þess að nokkur grípi inn. Á stundum er eiturefnanoktun tilefni tilkynninga og því erfitt að opna mál á nýjum stað. Það er líka tímafrekt. Ef þjónusta við börn á að vera heilstæð á hún að vera það í öllum málaflokkum.


mbl.is Fimm barna móðir og félagsþjónustan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notaðar sem útungunarvélar

Staðan er flókin. Skil vel að menn vilji ekki ríkisborgarar sem studdu, eða styðja, hryðjuverkasamtök inn í landið að nýju. Konurnar voru og eru notaðar sem útungunarvélar til að byggja upp stofn hryðjuverkasamtaka. Langur tími að hafa verið fjögur ár, sjá ekki eftir neinu en vilja í öruggt skjól nú. Auðvitað á að kæra konuna fyrir þátttöku í hryðjuverkasamtökum, fái hún að koma aftur inn í landið. Bera ábyrgð á ákvörðun sinni og gjörðum.


mbl.is Vill ekki leyfa Begum að koma aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband