Trans Atlantic litlu skárra

Merkilegt að flugfélög skuli ekki viðurkenna brot sitt og gera eitthvað í því. Í kringum Sumardaginn fyrsta auglýsti ferðaskrifstofan Trans Atlantic ferð til Gdansk beint frá Akureyri. Ég skellti mér. Fjórum tímum fyrir mætingu fengu farþegar skilaboð um að fluginu væri frestað til næsta dags þar sem veðurskilyrði væru slæm á flugvellinum á Akureyri og varavellinum á Egilsstöðum. Merkilegt, því Icelandair vél fór í loftið frá Akureyri um svipað leyti og við áttum að mæta. Ekkert að veðri. Tranc Atalantic benti alfarið á Isavia sem kom af fjöllum þegar ég spurðist fyrir um viðvaranir vegna veðurs.

Það sem stendur upp úr er hroki í þeim sem fara fyrir ferðaskrifstofunni, enga auðmýkt að finna hvað þá heldur vilji að bæta upp 25% tap af ferðinni. Hér var um fjóra sólarhringa að ræða og þeir seinkuðu fluginu þannig að ferðin styttist um einn sólarhring.

Margar hafa, eftir þessa ferð mína, sagt farir sínar ekki sléttar í tengslum við ferðaskrifstofuna. Hefði ég vitað það allt áður hefði ég ekki farið með þeim.


mbl.is „Fjúkandi illur faðir vildi fá lausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband