Færsluflokkur: Bloggar

Efni í menntamálaráðherra

Eins og Jón Pétur hefur fjallað um menntamálin er hann gott efni í ráðherra menntamála. Hann talar tæpitungulaust og komist hann í sæti ráðherra hefur hann tök á að sýna hvað í honum býr. Jón ætti að vera fyrsti valkostur allra flokka sem ná inn á þing í embættið.

Oft hafa menn alls konar ráðgjafa með í ráðuneyti sitt. Án efa fengi Jón Pétur úrval af góðum ráðgjöfum sem tekur á því sem Ásmundur hefur sofið yfir undanfarin ár, mörg ár.


mbl.is Jón Pétur í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiður og múslímasystkin

Öll þekkjum við sögur af heiðursmorðum og ofbeldinu sem fylgir því að fara ekki eftir trúarbrögðum íslams. Eitt mál hefur ratað í dómskerfið hér á landi. Með fjölgun múslíma má búast við fleiri málum af sama toga. Í langflestum tilfellum eru það stúlkurnar sem lenda í þessu.

Í Danaveldi er þetta vel þekkt. Dómar hafa fallið. Hér má lesa um einn slíkan.

Stúlka var beitt hrottalegu ofbeldi af bróður sínum, hann er íranskur ríkisborgari. Krepptur hefni, spark í höfuðið og ryksuga notuð til að berja hana. Nú hefur hann, sem er 25 ára, verið dæmdur í átta mánaða fangelsi skilorðsbundinni brottvísun og heiðursofbeldi gagnvart systur sinni sem er 24 ára.

Hún vann það til saka að fylgja karlmönnum á Instagram segir bróðirinn og farið gegn ramma trúarinnar.

Læsti hurðinni svo hún gæti ekki stungið af

Ofbeldið átti sér stað þann 10. júní þegar fórnarlambið kom heim í íbúðina móður sinnar í Árósum. 

Hún hitti bróður sinni sem sakaði hana um að fylgja mörgum karlmönnum á Instagram, með því telur hann að hún hafi brotið gegn trúnni. Hann æsti hurðinni svo hún gæti ekki stungið af. Hann sló hana mörgum sinnum með krepptum hnefa, sparkaði í höfuðið meðan hún lá í gólfinu og sló hana með ryksuguröri.

Að auki þvingaði hann hana til að fjarlægja alla karlkyns reikninga eða blokka þá.

Fjölskyldumeðlimur kallaði eftir hjálp. Lögregla og sjúkralið mætti á staðinn. Stúlkan meiddist töluvert eftir árásina og var færð á slysavarnadeildina.

Viku eftir árásina fann lögreglan bróðurinn sem var kærður og settur í varðhald.


Dómstóllinn: Trúarbrögð og heiður veldur harðari refsingu

Fyrir dómi lagði ákæruvaldið fram nokkur bréfaskipti í farsíma hins 25 ára gamla þar sem hann skrifar bróður sínum um gjörðir systur sinnar á samfélagsmiðlum.

Tilefni árásarinnar skiptir miklu máli í þessu máli og dómstóllinn taldi það sannað bróðurinn vildi að systirin hagaði sér í takt við trúarskoðanir þeirra. Hann var dæmdur fyrir gróft ofbeldi sem var knúið áfram af trúarbrögðum og heiðri sagði dómarinn í málinu.

Hann neitaði sök og áfrýjaði málinu.


Slæmt að heyra

Presturinn er ekki góður kostur inn á Alþingi Íslendinga. Hann styður að logið sé að börnum í skólakerfinu og kirkjunni af því hann er tvíkynhneigður, að eigin sögn. Hann hefur lagt sitt að mörkum til að rugla börn í ríminu, sem eiga við andleg veikindi að stríða og halda að þau séu ekki það kyn sem þau fæddust. Kynin eru tvö og enginn getur breytt því.

Vinstri grænir eiga hvíld skilið, allavega næstu fjögur ár ef ekki lengur. Svandís sýndi sitt rétta andlit þegar nú misnotaði fé almennings og lét tvær milljónir í pólitísku samtökin Kvenréttindafélagið. Sennilega kaupir hún sér einhver atkvæði með gjörningnum. 

nafna

páll 1


mbl.is Sindri Geir leiðir VG í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnamálaráðherra lætur eins og hann hafi tekið við embætti fyrir viku eða svo!

Það er þyngra en tárum taki að hlusta á barnamálaráðherra tjá sig um hinn hörmulega atburð sem átti sér stað á Stuðlum. Votta aðstandendum samúð mína. Það eru ekki til orð sem lýsa því hve sárt það er að missa barnið sitt.

Rætt var við Ásmund ráðherra barna og menntunar í landinu. Bloggari skilur ekki hvernig maður sem hefur verið í ráðherraembætti í nokkur ár skuli tala eins og hann hafi tekið við fyrir nokkrum dögum. Hann harmar að kviknað hafi í, að sjálfsögðu, en svo gefur hann í skyn að það hafi verið ástæða þess að svona illa gangi í þessum málaflokki. 

Segi eins og Davíð Bergmann, þér ber að víkja sem ráðherra. Ekkert í embættisfærslum ráðherrans réttlætir að hann sitji áfram. Kannski sjá kjósendur til þess að hann komi ekki nálægt ráðherraembætti meira.

Málaflokkurinn hefur mætt afgangi hjá ríkisstjórninni það sjá það allir sem það vilja sjá. Ásmundur hefur verið of upptekin við annað, m.a. að kippa samræmdum prófum úr gildi án þess að nokkuð komi í staðinn. Orðspor ráherrans verður ekki á jákvæðu nótunum þegar hann hættir, það er nokkuð ljóst.

Hér er frétt og spjall við Davíð Bergmann.


Hvað gerist ef við fækkum skjátíma niður í þrjár klukkustundir á viku?

Í danskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif fækkun skjátíma hefur á fjölskyldu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif tveggja vikna íhlutunar, til að draga úr skjánotkun, á geðheilsu barna og unglinga. Alls tóku 89 fjölskyldur þátt í rannsókninni.

,,Stafræn tæki er miðlægur hluti af daglegu lífi barna og ungmenna og aukin áhersla hefur verið lögð á hugsanlegar afleiðingar of mikils skjátíma. Nokkrar rannsóknir benda til mögulegra tengsla milli langtíma skjánotkunar og áskorana með bæði andlega og félagslega heilsu í huga. Ný rannsókn er komin fram og þar skoðuðu menn hvað íhlutun hafði að segja. Skjátíminn var takmarkaður í þrjár klukkustundir á viku. Tveggja vikna íhlutun með að hámarki þriggja klukkustunda skjátíma á viku var skoðað.

Einn höfundur rannsóknarinnar, prófessor Anders Grøntved, deildarstjóri rannsókna við Háskólann í Syddanmark, segir: "Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á bætta andlega heilsu barna og ungmenna vegna minni skjánotkunar í frítíma fjölskyldunnar. Sérstaklega sáum við minnkun á innri einkennum samanborið við samanburðarhópinn. Einkennin sem minnkuðu var meðal annars tilfinningalegir erfiðleikar eins og áhyggjur og taugaveiklun. Geðrænum kvörtunum fækkaði eins og höfuðverkur eða magaverkur án líkamlegrar ástæðu, og erfiðleikar í tengslum við jafnaldra.

Félagslega bætt hegðun

Við sáum merki um bætta félagslega hegðun, þar á meðal aukna vinsemd, hjálpsemi og tillitssemi. Niðurstöðurnar styðja því þá tilgátu að mikil neysla á skjámiðlum geti átt þátt í þeim andlegu áskorunum sem mörg börn og ungmenni upplifa í dag. Ein möguleg skýring á bættri geðheilsu barna gæti verið sú að minni skjánotkun í fjölskyldunni gefi börnum og unglingum meiri tíma til að vera líkamlega með foreldrum, systkinum og vinum. Það sem við vitum, er að það skiptir sköpum fyrir geðheilsuna.

Önnur skýring gæti verið sú að foreldrarnir upplifðu einnig bætta andlega líðan, sem við höfum áður skráð í tengslum við skap þeirra og almenna líðan. Það reyndist einnig betra miðað við foreldra úr samanburðarhópnum. Þetta hefur skapað jákvæðara andrúmsloft á heimilinu og gefið foreldrunum meiri orku.

Að lokum getur tegund og innihald skjánotkunar, svo sem samfélagsmiðlanotkun, haft áhrif á geðheilsu, þar sem sýnt hefur verið fram á, í fyrri alþjóðlegum slembiröðunum rannsóknum,2 að takmarkanir á samfélagsmiðlum meðal ungmenna draga úr einkennum einmanaleika og þunglyndis."

Hér má lesa umfjöllunina og hér má lesa um rannsóknina.


Tjáningarfrelsið til umræðu á Barnamálaráðstefnu

Eins og áður er nefnt komu margir fyrirlesarar að ráðstefnunni. Páll Vilhjálmsson flutti erindi um tjáningarfrelsi og þöggun. Áhugaverður fyrirlestur. Hann varpaði ljósi á samþykkta hegðun og ósamþykkta í samfélaginu. Gerði það á skemmtilegan hátt.

Hann nefndi sem dæmi ef karlmaður vill vera kona á laugardögum er ekkert mál að samþykkja það. Við köllum hann Maríu á laugardögum. Konur myndu gera það líka. Hins vegar ef María vill í búningsklefa kvenna væru margar konur sem samþykkja hann ekki lengur sem konu og þá hegðun að vilja inn í kvennaklefann. 

Í kjölfarið ræddi Páll um þöggunina sem oft er fylgifiskur þegar ræða á sannleikann. Von er á öllum fyrirlestrunum frá ráðstefnunni á netið.

páll 2


Meðmælendur fyrir Lýðræðisflokkinn

Nýtt stjórnmálaafl leitar meðmælenda. Hafir þú áhuga á að mæla með framboði flokksins getur þú gert það hér. Innskráning Ísland.is (island.is)

Listar frambjóðenda verða tilkynntir fljótlega en þeir koma víðs vegar að úr samfélaginu.

Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnuskrá sína hér, Heim | Lýðræðisflokkurinn (lydraedisflokkurinn.is)

Lýðræðisflokkurinn er nýtt framboð og vonandi góður kostur í íslenskum stjórnmálum.

464307892_122112353414561997_4677888287587683894_n

 

 


Lýðræðisflokkurinn, nýr kostur

Nýr flokkur í boði. Arnar Þór Jónsson stofnaði Lýðræðisflokkinn eftir að viðræður við Miðflokksmenn sem sigldu í strand. Svoleiðis gerist.

Ríkisstjórnin sleit starfinu og boðið til kosninga. Lýðræðisflokkurinn vinnur hörðum höndum að því að finna fólk á lista víðs vegar um landið. Tíminn er mjög naumur en vonandi tekst þetta.

Flokkurinn opnaði heimasíðu, Heim | Lýðræðisflokkurinn og þar má finna helstu stefnumál flokksins. 

Hvet menn til að skoða stefnuskránna.

merkið

 

 

 


Nú hljóta verkfallsboðanir að hrannast upp

Slæm skilboð. Hvorki gott fyrir grunnskólakennara né nemendur. Félagsdómur mun væntanlega skera úr um á næstu dögum hvort verkfallsboðanir séu ólöglegar.

Í kjarasamningi grunnskólakennara er fyrsta hækkun fyrir starfsreynslu 5 ár. Heyra má mikla óánægju með það hjá ungum kennurum, þeim finnst langt að bíða í 5 ár eftir smá hækkun. Skilst að ekki sé verið að semja um neitt slíkt núna.

Við vonum það besta með þessa deilu.


mbl.is Fundi frestað í deilu KÍ og SÍS: Óvissa með framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórnarmál og Barnamálaráðstefnan

Eitt af erindum Barnamálaráðstefnunnar sem haldin var s.l. laugardag kom frá Þresti Jónssyni sveitarstjórnarmanni. Hann talaði um kostnað við skólakerfið og fleira.

Í erindi Þrastar kom fram að í Múlaþingi fara um 60% af tekjum sveitarfélagsins til skólamála. Að hans mati virðist það óvinnandi vegur að fá því breytt eða gagnrýna umræðu um málaflokkinn.

Sveitarstjórnarmaðurinn velti fyrir sér hvort fræðslumálin eigi bara að vera á sjálfsstýringu. Um 60% af tekjum hvers sveitarfélags eru miklir peningar og engin þarf að undrast að menn vilji skoða innihald, verklag og kennslu í skólum á svæðinu.

Þröstur hefur komið inn á hinsegin málefninu fyrir leik- og grunnskólana. Múlaþing eins og mörg önnur sveitarfélög eyða nokkrum milljónum til að fá ófaglært fólk til að ræða hinsegin fræðin sem standast ekki staðreyndir né vísindi. Menn hafa brugðist ókvæða við þó hann hafi töluvert til síns máls. Auðvitað þarf að ræða þennan málaflokk og eyðslu sveitarfélaga í tengslum við hann.

Þröstur hélt fjarerindi þar sem hann komst ekki að austan. Dropinn holar steininn og vonandi heldur Þröstur áfram að vekja athygli á þessu.

þröstur tekjur

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband