,,Vottað kyn“ ryður réttindum kvenna úr vegi

Það er áhugavert að fylgjast með framvindu trans-málaflokksins í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Rétt eins og hér var það kvenforsætisráðherra sem stendur í brúnni til að mylja niður kvenréttindi.

Nú á sér stað vakning víða um heim. Og, það kallast ekki bakslag.

Hvernig er hægt að vernda réttindi kvenna þegar menn vita ekki hvað kona er! Hugsið um það.

Hér á landi var það Katrín Jakobsdóttir sem fór fremst í flokki til að afnema réttindi kvenna.

Ráðskonurnar þrjár, Kristrún, Þorgerður og Inga, halda réttindabrotum kvenna áfram. Þær taka ekki upp hanskann fyrir mannréttindi kvenna á Íslandi. Halda áfram að brjóta þau á bak aftur.

Nútíminn birti grein um mál sem fer fyrir alríkisdómstól í Syndey í upphafi næsta mánaðar. Snýst að öllu leyti um réttindi kvenna. Forsætisráðherrann þar í landi braut 150 ára gamla sögu kvenréttinda í landinu, KVENKYNS ráðherra.

Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands Nicola Sturgeon lék sama leikinn. Hún hefur ekki hugmynd um hvað kona er og gat því ekki varið réttindi þeirra.

Mette Fredriksen gerði konum í landinu mikinn grikk þegar kemur að réttindum kvenna. Það gerðist þegar ,,jurdisk kønskifte” (vottað kyn) var samþykkt.

Sanna Mirella Marin fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands lét sitt ekki eftir liggja í til að rústa kvenréttinum þar í landi.

Gro Harlem Brundtland (AP) var forsætisráðherra Noregs, féll í sömu gryfju og afnam réttindi kvenna í Noregi. Hún lýsir áhyggjum sínum á ,,fölskum upplýsingum“ og ,,fölsku fréttum.“ Árið 2018 sagði hún ,,við erum að missa stjórnina á því hvað fólk er sagt". Í dag kynnir norska ríkið eigin stefnu um falskar upplýsingar m.a. um mörg kyn og að börn geti verið fædd í röngum líkama rétt eins og hinir ráðherrarnir.

Það er ekki að spyrja að þessum forsætisráðherrum.

Allar þessar konur eiga það sameiginlega að vera hliðhollar ESB og þeirri stefnu að trans-væða eigi börn. Því fleiri því betra. Í það minnsta er ekki hægt að lesa annað út úr stefnu ESB og Sameinuðu þjóðanna, afmá allt sem viðkemur konu og stúlku. Kynlaus tilvera er ofarlega  á óskalistanum og gelda sem flesta í gegnum það sem þeir kalla umönnun kyngervla, læknisfræðileg inngrip.

472665266_122132335448425671_1107351629634336756_n

 


Estrógen fyrir karla, sem vilja vera konur, veldur blóðtappa, heilablóðfalli, ófrjósemi og vitrænni hnignun

Áhugaverður lestur hér að neðan, á ensku.

Læknar sem stunda þessar tilraunir, sérstaklega á börnum og ungu fólki eru læknastéttinni til háborinnar skammar.

Útvegið börnum og ungmennum góðan sálfræðing til að finna út úr flækjunni í kollinum um að barnið haldið sig annað kyn en það fæddist. Barnið má upplifa það, en læknisfræðileg inngrip á að banna.

  • 2.2× higher risk of blood clots (VTE)
  • Up to 10× higher risk of stroke after 6 years on estrogen
  • 1.8× higher all-cause mortality compared to other males
  • 22.5–40.7× higher risk of breast cancer vs. male baseline
  • 3× higher risk of cardiovascular death with estradiol use
  • 72% increase in insulin resistance after 1 year; additional 9% in year 2
  • Reduced brain volume and slower processing speed with long-term use
  • Cognitive decline and elevated depression markers over time
  • Only 0–24% retain sperm production after starting estrogen
  • 6.6× higher incidence of multiple sclerosis
  • Case reports of pancreatitis, autoimmune flare-ups, and brain tumors (meningioma)

Lesið hér


Mjaðmir kvenna eru örðuvísi, er herskylda góð fyrir konur?

Eftir margra ára umræðu er kynhlutlaus herskylda nú í gildi. Nú verða það ekki bara karlar sem sinna herskyldu því konur sem urðu 18 ára 1. júlí og síðar verða kallaðar inn. Spurningin er; er herinn tilbúinn að taka á móti fleiri konum í herskylduna? Er búnaðurinn og menningin þannig að konur upplifi herskylduna á jafnréttisgrundvelli? Um það var fjallað í útvarpsþætti í Danmörku.

Ein þeirra sem tók þátt í umræðunni var Birgitte Baadegaard og hún segir svo frá.

Í umræðuþættinum greip ég frammí fyrir hugsjónafullri konu sem aðhyllist herskyldu fyrir kvenfólk. Hún sagði að auðvitað tæki það lengri tíma fyrir ungan kvenmannslíkama að ná sama styrk og karlmanns. Hún sagði að þess vegna hefði tíminn verið lengdur upp í 5 mánuði svo stúlkur gætu náð því.

Hér  stoppaði ég hana og sagði á þá leið, segir Birgitte Baadegaard:, það hjálpar ekki upp á mjaðmirnar- því það er ekki hægt að þjálfa þær til að verða karlmanns.

Og staðreyndin er: Mjaðmir kvenna er byggðar öðruvísi en karlmanns (þess vegna er hægt að greina kyn á beinagrindum…burtséð frá hvað viðkomandi hefur kallað sig).

Grindarhol kvenna er breiðara en karla og mjaðmirnar eru öðruvísi. Afleiðingin af ólíkri líffræði karla og kvenna er m.a. að karlar geta hlaupið og hoppað lengra og hærra. Grindarhol kvenna er hannað til að geta fætt börn (mjúkt, breitt, og hreyfanlegt). Já líffræðin er snjöll!

Og nei þetta er ekki umsemjanlegt, allt byggt á líffræði og staðreyndum.

Það þýðir ekki að konur geti ekki hlaupið og hoppað. Það þýðir bara að þær þurfa að gera það á annan hátt. Á þeirra forsendum. Forsendum kvenlíkamans.

Með máli mínu bendi ég á að líffræði karla og kvenna er ólík: geta konur keyrt bíl? Já en bíllinn er hannaður fyrir karlmenn og þess vegna slasast fleiri konur alvarlega en karlar í bílslysi, sérstaklega í kringum grindarholið og mjaðmirnar.

Í stuttu máli: Það er ekkert að konu, hún er hvorki veiklunda eða mjúk en bílinn er ekki búinn til fyrir hana.

Með tilliti til herþjónustu fyrir konur: frá og með nú getur hún ekki komið út úr bílnum á 11 mánuðum.

Getur þú enn eftir þessar staðhæfingar kallað herskyldu fyrir konur jafnrétti? Ef svo, lestu orð mín aftur. Í raun er þetta ójafnrétti sem hefur kostnað í för með sér segir Birgitte. Fyrir konur.

Jafnt er ekki sama og eins.


Eftir mánuð verður réttað yfir Lotte Ingerslev- einkamál sem kvengervill höfðaði

Nadia Jacobsen, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, hefur lögsótt Lotte fyrir ákveðin skrif á bloggsíðunni transkoen. Málið verður tekið fyrir í Lyngby þann 12. ágúst.

Líkt og Páll Vilhjálmsson, og margir aðrir, er hún ósammála því sem er haldið fram að karlmaður sé kona, að börn séu fædd í röngum líkama og að hægt sé að skipta um kyn.

Lotte hefur líka látið sig varða ákvörðun Danska knattspyrnusambandsins (DBU) sem vill leyfa strákum, sem segjast vera stelpur, að spila í kvennaflokkum. Enga stráka í kvennaboltann. Nadia var í ráðgjafahópi DBU sem mælti með að strákar fengju aðgang að fótbolta og búningsklefa stelpnanna.

Umrædd Nadia, sem er karlmaður kærði Lotte fyrir að hafa rangkynjað hann. Við skulum muna að hann er fæddur karlmaður en í huganum og í þjóðskrá er hann skráður kona. Það gerir hann ekki að konu, engan veginn. Danska lögreglan vildi ekkert með málið gera, svo hann höfðar einkamál. Örlítið meira vit í dönsku löggunni en þeirri íslensku sem hefur ekki þorað að vísa kærum frá sem eru af sama meiði.

Nadia segir að markmiðið með lögsókninni;

,,Þau eiga ekki að komast upp með þetta. Það á að hræða alla sem eru á móti trans að gera það sama. Ég fer með þetta alla leið, þau skulu andskotans kornið sjá eftir að þau fóru á eftir mér. Og, það á að vera eftirminnilegt í framtíðinni hvað gerist þegar maður gerir það.“ Þetta er svipuð rök og trans Samtökin 78 nota til þess að ráðast að tjáningarfrelsi fólks sem aðhyllist ekki trans hugmyndafræði þeirra.

Lotte spyr, og í reynd ættu allar konur að spyrja sig þess sama.

Hversu lengi eiga stúlkur og konur að sætta sig við að vera gaslýstar af fólki sem neitar því, að það geti verið hvatt áfram af blæti þegar karlmenn vilja koma fram sem konur?

,,Þegar heimskingi gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir segist hann alltaf hafa verið að gera skyldu sína“ (G.B.S.)

retten i lyngby


Ógeðfelldur áhrifavaldur

Hann fór flatt á því áhrifavaldurinn á Tik Tok sem gortaði af sér inni á kvennaklósetti í heimi Disney í Flórída. Eitthvað sem bæði hefur valdið hneyksli dómsmálaráðherra Flórída og kveikt harðar umræður á netinu.

Áhrifavaldurinn hefur tilkynnt brotthvarf sitt af samfélagsmiðlum. Ganga þarf hart fram til að losna við svona áhrifavalda.

Handtekinn, þó fyrr hefði verið, því karlmenn mega ekki fara inn á kvennaklósett og enn síður mynda þar. Vonandi fær hann makleg málagjöld og verður bannaður á miðlunum til lífstíðar.

Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og 5,000 dollara sekt. Ekki amalegt það fyrir að saurga friðhelgi kvenna.

Karlmaðurinn sem segist vera ,,transgender“ þykist vera kona á myndböndum og græðir á tá og fingri með því að pósta ýmsu um sig. Fólk er tilbúið að borga svona bjálfum.

Nú er honum brugðið, í kvennalíki. Lesið hér

árhifaváhrifav1

 


Hvers vegna eiga börn að taka þátt í Gleðigöngu

Gefið í skyn: Ef þú setur spurningarmerki við ,,Pride“-hátíð í leik- og grunnskóla ertu í besta falli þröngsýnn, í versta falli samsekur í hatri.

Þetta er ósanngjörn og óheiðarleg framsetning á mikilvægri samfélagsumræðu.

Því er haldið fram að ,,Pride“ snúist aðeins um ,,mannlega reisn, ást og þátttöku." Pride, árið 2025, snýst um ákveðna sýn á kyn, kynhneigð og fjölskyldu – sem er ekki hlutlaus og ekki allir deila. Þegar leikskólar kenna þriggja ára börnum um regnbogafjölskyldur, fjölbreytileika kynja og kynhneigðar er það ekki bara spurning um virðingu. Það er miðlun hugmyndafræðilegs ramma. Börn á fyrsta þroskastigi þurfa öryggi og skýrleika, ekki pólitík fullorðinna vafin í regnbogalitum segir Helén Rosvold Andersen í pistli.

Hagsmunir barnsins – gleymt ekki satt?

Leyfðu mér að minna okkur á einn sannleika, börn eiga rétt á bæði móður og föður. Það er ekki mismunun – þetta er líffræði og tengsl. Börn fæðast með líffræðileg tengsl við tvær manneskjur, móður og föður. Þetta samband er ekki aðeins líkamlegt, heldur tilfinningalegt, andlegt og sjálfsmyndarskapandi. Nokkrar rannsóknir sýna að börn hafa besta upphafspunktinn í lífinu þegar þau alast upp hjá líffræðilegum foreldrum sínum (McLanahan og Jencks, 2012).

Engu að síður heyrum við stöðugt að öll fjölskylduform séu ,,jafn góð." Það er löngun fullorðinna til að finnast hún vera með, sem oft trompar þörf barnsins fyrir að tilheyra, rætur og líffræðileg tengsl.

Hlutlaus grundvöllur er ekki hatur

Hinsegin-fánar í skólum eru sýndir sem tákn um umburðarlyndi. Andstaða við fánann er túlkuð sem umburðarleysi. Það er rökvilla. Skólinn á að vera staður þar sem öll börn og foreldrar eru örugg – jafnvel þau sem deila ekki heimsmynd transhugmynda-hreyfingarinnar. Að segja að skólagarðurinn eigi að vera ,,hlutlaus völlur" er ekki tjáning haturs, það er löngun til að verja börn fyrir gildisbaráttu fullorðinna. Þegar hinsegin-fáninn blaktir á opinberum stofnunum sendir það skýr skilaboð um hvaða gildi eiga við og hver ekki. Það er ekki frelsi. Það er einsleitni.

Hatur verður að fordæma og umræður verða að líðast. Hatri í garð fólks verður að mæta með núllþoli. En það verður að vera hægt að greina á milli glæpsamlegrar hegðunar og lögmæts ágreinings. Þegar allir sem efast um ,,Pride“ eru nefndir hluti af ,,tapliðinu" eða ,,myrku öflunum" skautum við samtalið enn frekar. Það skapar tortryggni og þögn – ekki umburðarlyndi.

Kannski snúast sum viðbrögð ekki um hatur, heldur um þá staðreynd að meirihlutanum finnst að þeirra eigin gildum sé ýtt út úr opinbera rýminu. Þegar virðing gengur aðeins í aðra áttina, fáum við ekki örlátt samfélag, heldur þegjandi kröfu um samræmi.

Hver setur börnin í fyrsta sæti?

Í miðri umræðunni um fána og frelsi gleymum við einum hópi: börnunum. Þau hafa ekki kosningarétt. Þau skrifa ekki skoðanagreinar. En þau búa við afleiðingar af vali fullorðinna. Á tímum þegar réttindi fullorðinna eru sem hæst þarf einhver að gæta hagsmuna barnanna. Vegna þess að rétturinn til móður og föður er ekki mismunun. Það er í grundvallaratriðum mannlegt. Og rétturinn til bernsku án hugmyndafræðilegra áhrifa er ekki afturhaldssemi. Það er ábyrgt.

Þegar leikskólar og skólar kynna Hinsegin daga verða börn fyrir hugmyndafræðilegum áhrifum sem þau hafa hvorki beðið um né hafa forsendur til að skilja. Það er ekki mismunun að segja nei – það er ábyrgt.

Sú staðreynd að foreldrar ættu sjálfir að ákveða í hverju börn þeirra taka þátt í er ekki eftirlit með þröngsýnu fullorðnu fólki. Það er tjáning meðvitundar og getu til að hugsa gagnrýnt. Það er virkt lýðræðisríki þar sem foreldrar taka ábyrgð á því sem börn þeirra verða fyrir.

Trans-hugmyndafræðin er pólitík. Þess vegna verða þeir sem boða hana að þola pólitískan ágreining.

Heimild

Kí


Daníel Ágúst Gautason prestur vill viðhalda staðreyndavillum

Biskup Íslands var kærður, stjórnsýslukæra. Er nema von að kristið fólk rísi upp. Guðs blessun. Framferði Biskups á hvergi heima. Að  skipta út kristnum gildum fyrir trúarbrögð trans-hreyfinga er ekki bara óásættanlegt heldur óviðeigandi með öllu.

Presturinn Daníel Ágúst Gautason undrast að menn setji sig upp á móti því sem alltaf hefur verið til. Hann gerir það í grein á Vísi. Það er bara ekki rétt hjá honum, það hefur aldrei verið hægt að skipta um kyn, hvað þá að kynin séu fleiri en tvö. Hins vegar hafa menn látið eins og það sé hægt, að breyta um kyn og að kynin séu fleiri.

Læknisfræðileg inngrip breyta ekki kyni, þau uppfylla aðeins ósk einstaklings um að láta breyta líkama sínum. Sumir kalla það limlestingar aðrir ,,kynleiðréttingu.“

Kynlitningar ljúga ekki, og það eru þeir ásamt líffærunum sem gera þig að kyni, annað tveggja karli eða konu. Prestar, kynjafræðingar, grunn- háskóla, og leikskólakennarar, stjórnmálamenn og kyngervlar breyta ekki þeim raunveruleika.

Tímabært að leiðrétta ranghugmyndirnar

Daníel Ágúst, er ekki tímabært að leiðréttar ranghugmyndir þegar kemur að kyni? Ég undrast að vel menntað fólk skuli hafna staðreyndum og vísindum, eins og prestar virðast gera í miklu mæli í dag og tala um mörg kyn. Kyn sem eru ekki til.

Börn þurfa ekki að heyra um undan brögð tungumálsins. Tölum sannleikann, kyn einstaklings er hvorki kurteisi né tilfinning, það er efnisleg staðreynd. Hættið, hjá kirkjunni, að tala hugmyndafræðilegt hrognamál og skiptið því út fyrir skýrleika. Skýrleikinn er að kynin eru tvö.

Kynvitund er hins vegar allt önnur Ella. Hver maður getur upplifað hvað sem vill, hann getur lifað í sinni kynjaveröld, líka prestar. Sjálfsagt að virða það, en ekkert segir að allir verði að vera sammála skilgreiningu einstaklings á hver eða hvað hann er.

Væri ekki nær, að þið þjónar kirkjunnar aðstoði börn og ungmenni sem halda að þau sé fædd í röngum líkama, leiðbeinið þeim og aðstoðið í stað þess að fylla þau af staðreyndavillum, sem aldrei breytast. Langoftast glíma þessi börn við andlegan óstöðugleika.

Daníel Ágúst, takið bara á móti öllum sem koma til ykkar, burtséð frá skilgreiningu, án þess að breyta kirkjunni í áróðursstofnun.

Það vill svo til að við eigum öll kirkjuna og kristna trú. Það er ekki á valdi presta sem aðhyllast trúarbrögð trans-hugmyndafræðinnar að breyta henni.  Látið af þessum tilraunum ykkar til að breyta kirkjunni í kynjaveröld fáránleikans.

,,Betri er sannleikur byrstur og grár en bláeygð lygin með glóbjart hár“ (S.Th.).

páll 1

 


Dýr og börn velkomin á kynningardaga HA í september, aðrir haldi sér til hlés

Það er athyglisvert að Háskólinn á Akureyri býður börnum og dýrum að koma á kynningu skólans í haust.

Þegar maður notar þetta málfar er ljóst til hvaða hóps er talað til.

,,Öll velkomin á Opinn dag í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 10. september!“

Öll karlar, öll konur, öll einstaklingar, öll námsfúsir, öll nemar, öll stúdentar…nei þeir eiga ekki við það nema háskólafólkið á Akureyri sé svona illa að sér í íslensku.

Öll dýr, öll börn…eru hjartanlega velkomið. Við hin höldum okkur til hlés því háskólinn býður okkur ekki velkomin.

Ef háskólinn vill nota orðið öll um fullorðið fólk væri nær að segja ,,Verið öll velkomin.“

Neðar í auglýsingunni stendur og enn er ítrekað að höfðað er til dýra og barna. ,, Allar námsleiðir í grunnnámi verða kynntar á sérstökum básum og áhugasöm geta tekið þátt í gönguferð til að kynnast háskólasvæðinu.“

Áhugasöm stúdentar, áhugasöm maður, áhugasöm kona, áhugasöm nemar, áhugasöm fólk. Nei þetta gengur ekki.

Áhugasöm dýr og áhugasöm börn, já um þau er talað. Við hin erum ekki áhugasöm samkvæmt auglýsingu HA.

Þessi málnotkun er Háskólanum á Akureyri til háborinnar skammar.

Menn ættu að lesa þennan pistil, hann sést betur þegar smellt er á hann.

Öll vildu Lilju kveðið hafa


Hundrað ástralskir læknar vara við kynþroskablokkum

Læknar í Ástralíu hafa sent opið bréf þar sem kallað er eftir endurskoðun og aðgerðum gegn skaðlegum tilraunakenndum kynjameðferðum sem ungu fólki er veitt.

Sérhæfðir læknar skrifa m.a. undir og telja þetta hvetjandi skref til að vernda viðkvæm ungmenni. Langt er síðan að læknar tjáðu sig almennt um málaflokkinn, því þeir fáu læknar sem það gerðu voru jaðarsettir.

Ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða strax segja læknarnir. Þeir hvetja íbúa til að hafa samband við þingmenn sína til að gera þá meðvitaða um bréfið. Sama með lækna, gerið þeim viðvart svo þeir sjái aðvörunarorðin.

Brot úr bréfinu

Sem læknar skorum við á fagstofnanir okkar og eftirlitsstofnanir að viðurkenna og bregðast við nýlegri alþjóðlegri og staðbundinni þróun á sviði kynjameðferða ungmenna.

Þessi þróun bendir til þess, að það sem við þekkjum sem ,,gender affirmative treatment" líkanið (GAT), sem nú er notað á áströlskum opinberum kynjastofum, stofni heilsu og vellíðan berskjaldaðra barna og unglinga í hættu.

Breska Cass skýrslan, sem almennt er viðurkennd sem umfangsmesta endurskoðun á GAT hjá börnum, ásamt fjölda annarra yfirlita, ályktar að sönnunargögnin fyrir notkun kynþroskablokkum og krosshormónum fyrir ungt fólk, sem líður illa í eigin skinni, séu veikar og óvissa mikil í kringum notkunina.

Það er þekkt að þessi læknisfræðilegu inngrip fela í sér þekkta og hugsanlega hættu á skaða. Þar á meðal eru ófrjósemi, þvagfæra- og kynlífsvandamál, áhrif á bein-, heila-, hjarta- og æðaheilbrigði.

Vegna ofangreinds hafa lönd eins og Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Brasilía og Bretland mælt með því að notkun kynþroskablokka verði takmörkuð hjá ólögráða börnum. 

Staðan í Ástralíu

Staðlar í Ástralíu hundsa vísbendingarnar. Alríkis- og fjölskyldudómstóll Ástralíu studdist nýlega við niðurstöður Cass skýrslunnar og önnur klínísk sérfræðigögn. 

Í dómi sínum sagði Strum dómari:

  • Samþykkja Cass umsögnina.
  • Taldi hættuna á skaða af kynþroskablokkum vera ,,óásættanlega."
  • Hafnaði hugmyndinni um að kynvitund væri meðfædd og óbreytanleg.
  • Gagnrýndi stefnu kynjastofunnar um fyrirvaralausa staðfestingu.
  • Komst að því að háttsettur kynstaðfestandi læknir hafi brugðist skyldu sinni um óhlutdrægni sem sérfræðivitni.
  • Fannst kynjastofan skorta nálgun sína á mati, greiningu og meðferðarúrræðum.

Dómskerfið hefur sýnt fordæmi um yfirvegaða, gagnreynda og viðeigandi greiningu sem áströlskum heilbrigðisstofnunum hefur hingað til mistekist að tileinka sér. Dómskerfið skilur ástralska lækna eftir í lagalegri hættu.

Stofnanir verða að bregðast við segja læknarnir. Vitað er að fjöldi barna og ungmenni sem upplifa ónot í eigin skinni hefur þúsundfaldast án rökrænna skýringa. Leiðbeiningar fyrir þessi börn skorti nægilega vísindalega og siðferðilega réttlætingu. Þær hafa ekki skilað þeim heilsufarslega ávinningi sem lofað var og því hafa önnur lönd breytt stefnu sinni á viðeigandi hátt.

Hvatning til fagfólks í Ástralíu

Ástralskar heilbrigðisstofnanir þurfa að bregðast við þessum sannfærandi sönnunargögnum til að forðast sömu mistök.

Við skorum á æðstu lækna- og fagstofnanir og eftirlitsstofnanir Ástralíu að hætta notkun kynþroskablokka, krosshormóna og skurðaðgerða fyrir börn og unglinga vegna skorts á sönnunum um ávinning af meðferðunum, en á móti þekkta hættu á alvarlegum skaða.

Við óskum eftir ótvíræðum ráðleggingum til stéttarinnar um að klínískt starf sem á að samræmast Cass skýrslunni og leiðbeiningum Landssamtaka starfandi geðlækna í Ástralíu, sem mælir með sálfélagslegum stuðningi sem fyrstu íhlutun fyrir ungt fólk sem líður illa í eigin skinni.

Hér má lesa um dóminn

Heimild

470524363_10165150066229517_4171373201208959846_n


Vilja ekki að limir sveiflist í sturtu með stelpum

JK Rowling: Þessi setning ,,hvers vegna gefur þú örlitlu hlutfalli þjóðarinnar gaum?“ þetta er, og hefur alltaf verið, alveg fáránlegt.

Kynjafræðileg hugmyndafræði hefur grafið undan frelsi til að tjá sig, vísindalegum sannleik, réttindum samkynhneigðra og öryggi, friðhelgi og virðingu kvenna og stúlkna.

Hugmyndafræðin hefur einnig valdið óbætanlegu líkamlegu tjóni á viðkvæmum börnum. Enginn kaus þetta, mikill meirihluti fólks er ósammála þessu, en hefur verið þvingað, ofan frá, af pólitískum aðilum, heilbrigðiskerfi, akademíunni, meðvirkum miðlunum, fræga fólkinu og jafnvel lögreglunni.

Trans-aðgerðasinnar hafa hótað og beitt ofbeldi gegn þeim sem hafa látið sér detta í hug að andmæla þessu. Fólk hefur verið bannfært og mismunað fyrir að efast um hugmyndafræðina. Menn hafa misst vinnuna sína og líf þess eyðilagt, allt fyrir þann glæp að vita hvað kyn er, að það sé raunverulegt og skiptir máli.

Rykið sest

Þegar rykið sest er augljóst að þetta var aldrei um svokallaða viðkvæma minnihlutahópa að ræða, þrátt fyrir að sumir mjög viðkvæmir einstaklingar hafi særst. Valda-dýnamíkin sem liggur að baki í samfélaginu hefur styrkst, ekki afnumin. Háværustu raddirnar í gegnum þetta allt saman hefur verið fólkið sem er einangrað frá afleiðingum vegna bergmálshella sinna og/eða stöðu.

Það eru litlar líkur á að þeir muni dvelja í fangaklefa með 6'4" nauðgara sem hefur ákveðið að nafni hans sé nú Dolores. Þeir þurfa ekki að fjármagna krísumiðstöðvar vegna nauðgana.

Þeir sitja í sófum í spjallþáttum og tala um þessi ógeðfelldu hægri hópa sem vilja ekki að limir sveiflist í sturtu með stelpum, öruggir í vitund um að þeirra einkasundlaug sé áfram öruggur staður eins og hún hefur alltaf verið.

Þeir sem hafa grætt mest á kynjaskipta hugmyndafræðinni eru karlar, bæði þeir sem þykjast vera trans og þeir sem eru það ekki.

Sumir hafa verið verðlaunaðir fyrir krossklæðaburð með aðgang að öllum rýmum sem áður voru frátekin fyrir konur. Aðrir hafa breytt ljúfri stöðu sinni sem fórnarlamb í afsökun til að hóta, ráðast á og áreita konur.


Vinstri vængurinn

Vinstri krakkar hafa fundið stórkostlegan pall til að sýna eigin viðhorf til að hæðast að þörfum kvenna og stúlkna, allt á meðan þeir klappa sjálfum sér á bakið fyrir að láta af réttindi sem eru ekki þeirra.

Raunverulegu fórnarlömbin í þessu rugli eru konur og börn, sérstaklega þau sem eru viðkvæmust, samkynhneigðir sem hafa verið andstæðingar trans-hreyfingarinnar og borgað hátt verð fyrir.

Venjulegt fólk sem vinnur í umhverfi þar sem eitt rangt orð gæti leitt til atvinnumissi, eineltis og brottrekstur er staðreynd. Ekki segja að þetta snúist bara um smáhluti. Þessi hreyfing hefur haft áhrif á samfélagið á hörmulegan hátt og ef þú hefur smá skynsemi myndir þú ekki taka undir það rugl og þann áróður sem viðgengst á samfélagsmiðlum trans-hreyfingunni til handa.

Dagurinn mun renna upp, fyrr en varir, að þú látir sem þú hafir séð í gengum ruglið og ekki trúað því eina sekúndu.

Heimild

473087344_10170492949660297_6238060887088771285_n


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband