23.9.2021 | 16:55
Atli Rafn og Ólína
eru ekki jafn verðmæt. Ólína fékk 20 milljónir af því karlmaður fékk starf sem hún sótti um. Atli Hrafn var sviptur æru og mannorði og fær 1.5 milljón krónur. Að mínu mati hefði þetta átt að vera öfugt. Honum var á ólögmætan hátt sagt upp starfi.
Sem betur fer snéri Hæstiréttur málinu við. Hins vegar má spyrja hvað er að í Landsrétti. Héraðsdómur dæmi eins og Hæstiréttur, þó hærri fjárbætur.
![]() |
Atla Rafni dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2021 | 12:21
Myndi glöð borga fulla skatta
af nærri 1.3 milljón tekjum á mánuði. Björn Leví skrifar grein á vísi og þar segir m.a.
Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á:
- Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði
Að mínu mati er óþarfi að sleppa þeim sem þéna yfir 600 þús. á mánuði frá sköttum. Grunnskólakennarar ná ekki meðallaunum í landinu sem eru, samkvæmt opinberum tölum, 760 þúsund krónur. Fyrsta skrefið er að koma landanum upp í meðallaun. Svo væri hægt að minnka alls konar bætur. Best að menn geti séð fyrir sér, án tilkomu ríkisins. Auðvitað eru öryrkjar þeir sem þarf að styðja. Samt eru til öryrkjar sem hafa það ekki slæmt, greina kjarnann frá hisminu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2021 | 17:55
Auðvitað á Kolbeinn að sækja
rétt sinn gagnvart KSÍ. Aðilar málsins höfðu gert sátt. Stjórn sambandsins féll eins og loftlaus loftbelgur til jarðar þegar Hanna Björg með grimmilegri árás sakaði KSÍ um eitt og annað. Skrif Hönnu Bjargar varð til að margar fjölskyldur voru í sárum, hún sakaði stráka um nauðgun og ofbeldi að ósekju. Væri réttast að þeir sæktu rétt sinn og stefndu Hönnu Björgu fyrir meiðyrði. Framkoma stúlkukindanna sem á eftir kom var sorgleg- þær urðu sér til skammar.
Á Visi.is segir ,,Ákvörðun stjórnar KSÍ var tekin í tengslum við umræðu um að innan knattspyrnu-hreyfingarinnar viðgengist kvenfyrirlitning og orðið nauðgunarmenning hefur endurtekið verið notað í því sambandi. Virðist sem alls kyns sögusagnir séu í gangi um að landsliðsmenn kunni að hafa orðið uppvísir að alvarlegum kynferðisbrotum. Hvað sem líður réttmæti þeirra sögusagna þá tókst stjórn KSÍ að koma því svo fyrir að öll sú umræða um málefni KSÍ hefur verið tengd umbjóðanda mínum, fullkomlega að ósekju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2021 | 12:33
Er rétt að byggja nýja
kirkju eftir brunann á þeirri gömlu í Grímsey? Kostnaður að byggja nýja kirkju í anda þeirrar gömlu er óheyrilega mikill. Má ekki nota annað húsnæði á eyjunni til að messa, skíra og annað sem gert var í kirkjunni. Á eyjunni búa um 30 manns, verður fólk ekki að vera skynsamt. Guð er ábyggilega sama þó messur og aðrar samkomur í hans anda séu framkvæmdar í öðrum húsum. Enginn grunnskóli er rekinn í Grímsey en skólahúsnæði sem mætti nýta.
Sorglegt þegar svona fer. Eldurinn ber ekki virðingu fyrir neinu.
![]() |
Prestarnir fljúga út í Grímsey í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2021 | 15:14
Heitir þetta að bera ábyrgð
á ákvörðun sinni í vinnunni. Menn eins og Sigurjón hafa þegið fúlgu fjár vegna stjórnunarstöðu og ábyrgðar. Fleiri ættu kannski að axla ábyrgð á vinnu sinni á hruntímanum.
![]() |
Sigurjón fær ekki að áfrýja 50 milljóna dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2021 | 21:00
Sviku kjósendur
og nú gjalda þeir í sömu mynt verði þetta raunin. Bjarkey og aðrir Vg liðar þurfa ekki að vera hissa. Katrín hefur gefið út að fyrsti kosturinn yrði samstarf við B og D flokkana. Kjósendur Vg vita að hverju þeir ganga.
![]() |
Sagði ljóst að fólk vildi að aðrir tækju við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2021 | 12:36
Fjármagnstekjur eiga að
lúta reglum tekjuskatts. Hefur berlega komið í ljós að margir taka fjármagnstekjur út úr fyrirtækinu í stað launatekjur vegna skattaívilnanir. síðan er hið siðlausa, launþegar búa til félag samhliða tekjuskatti og njóta skattaafsláttar. Koma þarf í veg fyrir svona leka. Menn eiga að borga það sama til samfélagsins af tekjum sínum, burtséð frá hvað tekjurnar heita.
Áslaug Arna segir ekki satt í grein sinni um skattlagningu. Kannski óskaði hún þess sem hún sagði. Ljóst að Áslaug Arna þekkir ekki söguna, enda ung að árum.
Grein í Kjarnanum varpar ljósi á það. ,,Skattbyrði hátekjuhópanna lækkaði hins vegar þegar hæstu laun voru í vaxandi mæli greidd sem fjármagnstekjur og skattar á slíkar tekjur voru stórlækkaðir (sjá um þetta hér)."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2021 | 09:58
Kjarninn í greininni er,
foreldrar bera ábyrgð, fyrst og síðast á börnum sínum. Aðrir geta svo komið að og verið með í leiðbeiningu í lífinu. Skólinn, íþróttafélög, ömmur og afar. Góð vísa er aldrei of oft kveðin, foreldrar. Greinin er góð og hvet ég fólk til að lesa hana.
Hann gerir skjánotkun að umtalsefni. Foreldrar eru þeir sem kaupa sólarhringsáskrift að netinu. Foreldrar leyfa ungum bönum að nota skjá, halda þeim jafnvel að þeim. Skjánotkun er jafnvel orðin of mikil í leik- og grunnskólum, tíska að nota öpp í kennslu. Hermundur hefur bent á það eins og Guðmundur segir í grein sinni.
Þrautseigja er eitthvað sem grunnskólabörn þurfa að læra, sammála honum í því. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að koma eins fram við alla. Skólinn á síðan að taka undir það.
Frétta- og samfélagsmiðlar bera ábyrgð á að deila fréttum af ríkum, fáklæddum og jafnvel nöktum konum og uppátækjum frægra manna. Þeir ber ábyrgð að miðla þess konar vitleysu. Skoði unglingar forsíður blaðanna þá sjá þau hvað ber hæst. Guðmundur segir í grein sinni að unga fólkið vilji líkjast þeim. Blöðin eiga sinn þátt.
Tiktok, get lítið tjáð mig um það enda ekki með þann miðil eða aðra sem áreita börn og fullorðna 24 tíma sólarhringsins.
Nærvera foreldrar mikilvæg. Svo sannarlega og hefur ekkert breyst í aldanna rás. Nærvera fullorðinni við börn og ungmenni hefur alltaf verið nauðsynleg. Sérstaklega nú á tímum samfélagsmiðla.
![]() |
Það þarf þrautseigju til að takast á við lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2021 | 17:59
Má ekki bara vera pólitíksk ákvörðun
að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Læknisfræðilegi þátturinn hlýtur að vega þyngri. Um heilsu annarra getur verið að ræða. Svandís hefur sennilega verið á atkvæðaveiðum þegar hún lét þetta fréttast. Má ekki. Málið of alvarlegt til þess. Þeir sem hafa vit á málinu hafa tækifæri til að tjá sig. Starfsmenn Blóðbankans hafa nú gert það. Fleiri stíga vonandi á stokk.
![]() |
Blóðbankinn viðrar áhyggjur sínar á samráðsgátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2021 | 18:53
Skila auðu
er einn valkostur í komandi kosningum. Þau stjórnmálaöfl sem nú berjast um hylli kjósenda hafa ekki heillað mig. Því miður er það svo að í sumum flokkum er ekki frambærilegt fólk. Í öðrum stjórnmálaflokkum er kvenfrelsun í hávegum höfð. Síðan eru það blessaðar barnabæturnar sem á að afla atkvæða. Svona mætti lengi telja. Mér þykir málefnabarátta flokkanna innantóm.
Að skila auðu þýðir að maður gefur stjórnmálaflokkum langt nef, ekkert ykkar er frambærilegt á þing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)