12.8.2022 | 09:48
Hvers vegna fékk ,,Tavistock" að ganga svo langt? (kynbreyting barna)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2022 | 10:40
Gustar um verkalýðinn
rétt eins og aðra þekkta í þjóðfélaginu. Menn eru misjafnir að efnum og gæðum. Ekki öllum gefið að vinna með ólíkum hópum. Sjáum þetta víða innan verkalýðshreyfingarinnar. Svo eru það þeir sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Margir verkamenn eru sinnulausir þegar kemur að forystu félags. Nenna ekki að mæta til að kjósa forystu. Afleiðingin, misgóðir forystusauðir við stjórn.
Drífa tekur ákvörðun sem passar henni. Alltaf kemur maður í manns stað.
![]() |
Drífa Snædal segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2022 | 09:20
Bakslag í réttindabaráttu
hinsegin fólks segja margir og þessi tugga tuggin í fjölmiðlum. Ég kem ekki auga á bakslagið. Enginn tala um hvaða bakslag sé að ræða. Af hverju ekki. Af hverju tiltaka ekki fjölmiðlar um hvaða bakslag sé að ræða í réttindabaráttunni.
Á mig virkar þetta eins og slagorð. Í hvaða tilgangi er mér hulin ráðgáta. Fjölmiðamenn bera ábyrgð. Bera órökstuddar fréttir hvað eftir annað. Bera á borð fyrir lesendur eitthvað sem aðrir segja án þess að kryfja málið.
Vil geta þá kröfu til blaðamanna að þeir segi okkur hinum um hvað bakslag í réttindabaráttu þessa fólks sé að ræða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.8.2022 | 09:54
,,Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar"
segir Vilhjálmur í grein sinni á Vísi.is. Greinina má lesa hér. Stjórnvöld hafa lítið skipt sér af millitekjuhópum og láglaunafólki. Get tekið undir með Vilhjálmi sem segir ,,Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust."
Hækkun lána er skelfileg. Afborgarnir hækka og eftirstöðvar. Láglauna og millitekjufólk má ekki við þessu. Ríkið, með Bjarna, Sigurð og Katrín í broddi fylkingar, virðist ekki umhugað um hluta þjóðarinnar. Ætti ekki að koma á óvart, þau hafa sýnt í langan tíma fyrir hvern þau vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2022 | 15:00
Þarf gæslu, mega menn
ekki vera á eigin vegum og taka ábyrgð gjörðum sínum. Allir með síma. Hægt að hringja ef einhver slasast. Ferðaþjónustuaðilar selja skoðunarferðir og krefjast úrbóta af okkur almenningi. Þeir geta sjálfir komið upp þeim úrbótum sem krafist er.
Ef einhver skilar sér ekki þá er ákvörðunin hans. Leitað að honum síðar. Hægt að setja upp merkingar. Svæðið er hættulegt og hvers vegna. Meira eigum við ekki að gera.
Forræðishyggjan má ekki vera of mikil. Engin ástæða að mínu mati að ríkið kosti fólk til að passa upp á hvað aðrir gera. Slíkt er ekki víða gert á hálendinu.
![]() |
Björgunarsveitir ekki varanleg lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2022 | 09:32
Þöggun...
Þórólfur segir ,,En henni fylgir þó alvarlegur undirtónn því í henni felst tilraun til þöggunar, ekki bara gagnvart mér heldur gagnvart öllum öðrum háskólamönnum sem hafa vilja og áhuga á að tjá sig um sjávarútvegsmál og framkvæmd sjávarútvegsstefnu. Kannski er það tilgangurinn?
Lesa má um málið hér.
Góð tilraun til að þagga málaflokk niður er að kæra. Við sjáum þetta meðal transumræðu barna. Við sjáum þetta um ofstæki Öfga, enginn má vera óssmála þeim. Við sjáum þetta meðal valinna kynjafræðinga og víðar, allir eiga að hoppa á þeirra vagn. Þeir sem vilja ekki opna umræðu um málaflokk velja þöggun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2022 | 11:01
Afnema útvarpsgjald
Frakkar stíga stórt skref. Útvarpsgjaldið, til að reka ríkisstöð var tekið af. Vildi óska að við gerðum það sama. Ruv er lélegur miðill. Bjóða upp endurútsendingar í gríð og erg. Fréttamenn þar afar hliðhollir ákveðnum málaflokkum sem litar allt þeirra starf. Hlutleysi finnst varla meðal fréttamanna þar á bæ. Í dag vill fólk velja.
Kjarninn segir frá: ,,Efri deild franska þjóðþingsins hefur samþykkt að afnema útvarpsgjaldið sem notað er til að fjármagna rekstur franskra ríkisfjölmiðla, en afnám útvarpsgjaldsins var eitt af kosningaloforðum Emmanuels Macron Frakklandsforseta í nýlega afstöðnum forsetakosningum í landinu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2022 | 12:04
ASÍ, BSRB, VR, Efling og fleiri verkalýðsfélög
hafa gleymt hópnum sem hefur það verst í samfélaginu. Það má aldrei tala um þennan hóp. Meðlög fylgja vísitöku en launin ekki. Segir sig sjálft, ráðstöfunartekjur meðlagsgreiðandi feðra minnkar í takt við hækkandi verðbólgu.
Guðmundur Steingrímsson skrifaði grein, lesið hér.
,,Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur feður grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2022 | 15:52
Skynsamar stelpur
sem kaupa smokka fyrir gæjann sem þær sofa hjá. Líst vel á svona þenkjandi stúlkur. Treysta ekki á dómgreind strákanna. Reka smokk í nefnið á hjásvæfunni.
Vel til fundið hjá þessum ungu mönnum. Þeir vita sínu viti.
,,Spurður hverjir hafi verið helstu kaupendurnir þeirra svarar Vignir að það hafi mest verið ungar stelpur, sem hafi fundist þeir krúttlegir, og ungir strákar sem hafi þótt þeir fyndnir."
![]() |
Seldu þjóðhátíðargestum smokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2022 | 09:05
Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa.
Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu.
Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum.
Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera.
Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það!
Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna.
Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað.
Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar.
Höfundur er grunnskólakennari.
Greinin birtist á Visi.is sunnudaginn 31. júlí 2022
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)