31.7.2021 | 16:15
Meðlag og umræða einstæðra mæðra
í snjáldursíðuhópi ákvað Mannlíf að skrifa um. Margar mæður vilja láta hækka meðlag, telja það of lágt. Sjaldan kemur hin hlið málsins fram. Blaðamaður Mannlífs leggur sig heldur ekki fram um að skoða hana, allavega ekki ennþá. Kannski sér blaðamaðurinn ástæðu til að skoða hlið feðra sem fjallað er um í hópi einstæðra mæðra.
Faðir tveggja barna sem fær 320 þúsund krónur útborgað sér vart til sólar hvað fjarhag varðar (t.d. nýútskrifaður kennari með meistaragráðu). Húsaleiga á þriggja herb. íbúð í höfuðstaðnum er á um 200 þúsund krónur (sennilega vægt reiknað). Meðlag 64.000 krónur (meðalag frá 1. janúar 2021 er 36.845). Faðir er með börnin 6-10 daga, eftir umgenginssamningi þar sem kaupa þarf aukalega í matinn. Hann hefur 56 þús. krónur til að greiða allt annað, s.s. síma, hita, ferðakostnað til og frá vinnu, rafmagn, fæði. Faðir fær engar barnabætur eða húsaleigubætur af því hann er með börn á framfæri eins og móðirin gerir. Sá sem fær 420 þús. útborgað hefur 156 þús. á mánuði til að gera það sama. Einhleypir feður sem borga meðlag er verst staddi hópur samfélagsins, það fer bara svo hljótt. Í reynd ættu einstæðar mæður að ræða málin út frá hagsmunum beggja foreldra því það skiptir barnið máli. Af hverju ætli Tinna vorkenni einstæðu móðurinn frekar en meðlagsgreiðandi föðurnum sem fór út á land til að lækka kostnað til að geta borgað með börnunum sínum, fórnarkostnaðurinn er að börnin hitta föður sinn sjaldnar. Bæði skítblönk en konan er hugðarefni Tinnu.
Hvet Mannlíf að heyra í feðrum sem borga meðlag og skrimta. Gísli Gíslason skrifar grein í Mbl. árið 2005 ,,Einhleypt forsjárlaust foreldri, með eða án sameiginlegrar forsjár, flokkast skattalega sem barnlaus einstaklingur. Forsjárlausir njóta þannig ekki sömu vaxtabóta, húsaleigubóta, mæðralauna eða barnabóta eins og einstæðir foreldrar. Forsjárlausir foreldrar hafa eftir sem áður sömu framfærsluskyldu gagnvart börnum sínum. Það má færa sterk rök fyrir því að þetta sé stjórnarskrárbundið brot, þar sem að einum hópi framfærenda, þ.e. forsjárlausum, er mismunað gróflega með tilliti til ofangreindra þátta samanborið við annan hóp framfærenda, þ.e. forsjárforeldra." Ekkert hefur breyst síðan þá og vilji ríkisstjórnar, jafnvel barnamálaráðherrans mikla, er enginn.
Þess má geta að tæplega einn af hverjum þremur feðrum hafa lent í gjaldþroti vegna meðlagsgreiðslna. Svona var staðan 2017, kíkið hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2021 | 17:57
Lögfræðingar mata krókinn
og ekkert eðlilegt við greiðslur himinháar greiðslur til þeirra. Tímaverð lögfræðinga er úr takti við launataxta annarra launamanna. Ekki fyrir venjulegt fólk að leita réttar síns með lögfræðing sér við hönd. Velti stundum fyrir mér hvernig menn hafa geð og brjóst í sér að rukka himinhá tímalaun.
![]() |
Erfingjar Tryggva greiði Lúðvík 1,8 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2021 | 11:03
Heilbrigðisstarfsmenn
fórna frelsi sínu í þágu þjóðarinnar. Mælst er til að starfsmennirnir takmarki samvistir við ákveðinn hóp. Ganga í reynd lengra en lýðurinn. Til hvers? Jú, til að þeir séu klárir þegar landinn veikist eða þeir sem eru á heilbrigðisstofnun veikjast og þurfa aukna hjúkrun og umönnun.
Í umfjöllun um sóttvarnir er fórnarkostnaður heilbrigðisstarfsmanna sjaldnast nefndur eða aldrei. Margir heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir að vera í startholunum ef ske kynni að vinnuveitandi þyrfti að kalla þá inn, veikist fleiri. Víða er ungt fólk í sumarafleysingum á dvalar- og elliheimilum sem er ekki tilbúið í hertar aðgerðir. Afleiðingin gæti verið smit inn á stofnanir. Slíkt hefur áhrif á líf öldunga.
Nú þegar hafa öldrunarstofnanir sett takmörk. Fjöldi heimsóknargesta. Gríma. Skráning. Seta inn á herbergi öldungs, má ekki vera í almennu rými. Á meðan getur unga fólkið sótt bari til kl.23:00 og skemmt sér. Verið meðal fólks hvar sem er, á meðan fjöldinn fer ekki yfir 200.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2021 | 15:56
Byrja skemmtanahaldið fyrr
ágætu landsmenn og bareigendur. Sé ekki að það skipti málið hvort fólk drekki sig fullt og skemmti sér frá 20:00-24:00 eða 24:00-04:00. Tilgangurinn hlýtur ávallt að vera sá sami. Vonandi breytist skemmtanahegðun landans í kjölfar covid. Veitingamenn verða nú að lokka bráð sína úr húsi fyrr. Hvernig þeir gera það, frekar en skella í lás veður gaman að fylgjast með.
Veitingamenn kvarta sáran undan ströngum sóttvarnartakmörkunum. Nú ríður á að þeir finni lausnir til að fá skemmtanaglaða menn á stjá.
Bloggar | Breytt 25.7.2021 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2021 | 11:10
Ábyrgðarhluti að geta sér til um
Gylfa. Brotið sem um ræðir er alvarlegt. Vona að hann sé ekki eini 31 árs sem spilar með fótbolta og leiki reglulega með landsliði sínu. Hafa fréttamiðlar nóg í höndunum til að kasta þessu fram um allan heim? Geta fréttamiðlar ekki beðið þar til staðfest er um hvern er að ræða. Engum greiði gerður með getgáturnar, hvorki ættingjum hans eða öðrum.
Skoða þarf fréttamennsku nútímans.
![]() |
Gylfi sakaður um brot gegn barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2021 | 11:09
Nú skal kúga þá til hlýðni í böðunum
Nú skal þvinga og kúga stjórnendur sky Lagoon til hlýðni. Fram kemur á Mannlíf að ,,Leikkonan Saga Garðarsdóttir hvetur konur til berbrjósta hópferðar í Sky lagoon baðlónið."
Í stað þess að virða reglur staðarins og fara annað þar sem konur mega vera berbrjósta skal ÞVINGA þá til hlýðni. Við höfum orðið vör við svona aðferðir.
Kúgun myndu margir kalla svona aðferðir. Vona að stjórnendur láti ekki kúga sig á þennan hátt og standi á rétti annarra gesta sem kæra sig ekki um berbrjósta konur í lóninu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2021 | 09:29
Hugmyndin góð,
en er eitthvað af fagfólki sem getur tekið slíkt að sér. Ljóst að huga þarf að kynjakvóta í slíku ráði eða nefnd. Gengur ekki upp að það skipi bara öðru kyninu.
Aðferðin sem konur, og einstaka fjölmiðill, telja sig hafa rétt á að beita í dag, opinberun á samfélagsmiðlum, er komin út fyrir öll réttarfarsleg mörk. Taka þarf í taumana og stoppa þá aðferð. Enginn er óhultur í slíku samfélagi.
![]() |
Sáttamiðlun vægari brota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2021 | 15:40
Það er nefilega það,
nafngreining á ekki að viðgangast. Engum greiði gerður með því, hvorki þolendum né gerendum.
,,Helgi nefnir dóm í máli kvenna í Svíþjóð sem stigu fram með ásakanir gegn nafngreindum einstaklingi. Konurnar voru dæmdar í maí fyrir meiðyrði gegn einstaklingnum en í dómnum segir að konurnar hafi rétt á sinni reynslu en ekki að nafngreina einstakling opinberlega."
Áhugaverðar vangaveltur hjá honum. Slíkt gefst ekki vel í forsjárdeilum, en gæti gefist vel í kynferðisbrotamálum.
,,Því veltir maður fyrir sér hvort það vanti ekki eitthvað millistig, ákveðna sáttamiðlun eða borgarlegt úrræði, sem hægt er að leita til án þess að fara beinlínis inn í þetta hefðbundna réttarkerfi til þess að leita sátta, segir Helgi..."
![]() |
Viljum ekki sjá málum háttað á þessum grundvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2021 | 10:40
Aðferðir KKK og nútímans
Í mínum augum eru þessar aðferðir um margt líkar. Undirtóninn á svipuðum nótum. Fjölmiðlar láta sitt ekki eftir liggja að mæra aðferðir nútímans.
KKK: Báru hettur á hausnum til að ekki sæist hver þeir væru
Nútíminn: Nafnlausum sögum safnað um ákveðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla
Hér má sjá dæmi:
Hér má sjá annað dæmi:
KKK: Er þekkt fyrir blökkumannahatrið
Nútíminn: Þekkt fyrir hatur sitt á karlmönnum, ímyndað feðraveldi á Íslandi oft notað í orðavali til að sýna vanþóknun sína á karlmönnum, feðrum, öfum, bræðrum, sonum, tengdasonum, tengdafeðrum. Myndir hér að ofan segja meira en nokkur orð.
KKK: Meðlimir sýndu að þeir væru hneigðir til ofbeldis
Nútíminn: Árásir á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum á ákveðna einstaklinga, ekkert annað en ofbeldi
KKK: Tóku menn af lífi án dóms og laga
Nútíminn: Taka æru og lífsviðurværi fólks án dóms og laga
KKK: Stunduðu annað til að hræða menn til hlýðni
Nútíminn: Um 130 konur hræddu þjóðhátíðarnefnd til hlýðni.
Innan hóps er ágreiningur: EF segir: ,,Getum við sýnt smá tillitsemi og hætt að leika einhverjar hetjur. HB svarar: ,,Ef þú ert opinber femínískur áhrifavaldur, en hefur ekki látið í þér heyra síðustu daga og vikur. Þá máttu fokka þér. Ljóst að hér hlýðir meðlimur ekki því sem hópurinn vill, liðhlaupi.
Ef fólk tjáir sig gegn slíkum ofsóknum er það flokkað sem gerendameðvirkni. Sú leið sem fólk hefur í réttarkerfinu er ekki nýtt en samfélagsmiðar óspart notaði til að lýsa andstæðinga ofsóknanna sem meðvirka gerendur.
Engum dytti eða dettur í hug að mæra aðferðir KKK- þær voru viðbjóður í einu og öllu.
Allt ofbeldi á að kæra hvaða nafni sem það nefnist, hvort sem það er barn, kona eða karl sem lendir í því. Ekkert er sjálfsagðara en að segja sögur, nafngreining er hins vegar ekki af hinu góða.
Hér má sjá skilaboð þegar hópmeðlimir malda í móinn og sýna ekki hjarðhegðun:
Heimild: Ku Klux Klan - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2021 | 10:44
Réttlæti eða réttlæting?- orð Þrastar
Hér á eftir kemur grein sem Þröstur Ólafsson skrifaði í Fréttablaðið 2019. Ekkert hefur breyst, tveimur árum síðar. Enn birtast nafnlausar ásakanir og fjölmiðlarnir kætast þegar slíkt ástand varir. Þeir leggja sitt að mörkum. Að mínu mati kynda þeir undir eldinum í stað þess að slökkva. Samfélagmiðlar er eitur þar sem menn tísta í stikkorðastíl. Fjölmiðlum ber ekki skylda til að birta slíkar skilaboðasendingar.
Hér byrjar greinin:
Það bæri vott um mikla samfélagslega blindu eða meðvitaða missýn að draga í efa eða neita frelsandi áhrifum MeToo hreyfingarinnar á jafnréttisstöðu kvenna. Án hennar væri margur dóninn enn heiðursmaður. Þegar konur koma opinberlega fram undir nafni og segja frá stað og stund, ber það vott um ábyrgð og kjark, þá getur málið fengið framgang innan réttarríkisins. Nafnleysið er andhverfa þess. Yfirlýsingar nafnleysingja liggja áfram í loftinu, án þess að meintur gerandi geti borið hönd fyrir höfuð sér. Hann er réttlaus. Oft hefur verið á það bent hve varhugaverð sú aðferð sé, að ásaka einhvern um alvarlega hegðun úr skjóli nafnleyndar. Sú aðferð minnir á leyniskyttur sem skjóta á varnarlausa. Mannfólkið er missterkt siðferðislega. Sumir telja sig hafa rétt til að ná sér hressilega niður á annarri persónu eða til að koma voðaorði á einstakling. Í slíkum tilfellum er upplagt að gera það án þess að hægt sé að persónugreina ákæranda. Þá er sú aðferð alþekkt og var (er?) stunduð af alúð af íslenskum fjölmiðlum, að birta óhróður og jafnvel níð undir nafnleynd. Nafnleyndin hefur þá miklu kosti, að sá sem ber óhróður um náungann eða ber hann sökum um óviðurkvæmilega hegðun, ber enga ábyrgð á framburði sínum eða skrifum. Þetta er íslenska aðferðin. Víðast hvar erlendis virðist mér nafnleysið vera undantekning.
Nafnleyndin
Það er nafnleyndin sem gerir þessa aðferð femínista svo siðferðislega brenglaða, því nafnleysinginn firrir sig ábyrgð á sannleiksgildinu. Hann er ekki til, nema sem getgáta. Manneskja er borin sök, sá sem það gerir þarf ekki að sýna mikla tilburði til að færa sönnur á atburðinn. Hvernig er hægt að verjast ákæru þar sem kærandinn er án nafnnúmers eða hulinn búrku? Það er kallað réttleysi. Ásökunin er ekki borin fram í dómsal heldur eins og illmælgi, sem er dreift í gegnum samherja í fjölmiðlum. Það má draga af því þá ályktun, að aðalatriðið sé að ræna viðkomandi ærunni, gera hann útlægan úr mannlegu samfélagi. Af þeim dæmum sem birst hafa í fjölmiðlum og sem miða að fordæmingu og ærumissi, er ógerningur að sannreyna atburðarás. Grunaður maður í morðmáli fengi ekki slíka útreið. Aftökur úr launsátri eru þekktar en að sama skapi ekki rómaðar. Skyldi hugsunin að baki óhæfu nafnleyndarinnar vera gamla illkynjaða slagorðið: Tilgangurinn helgar meðalið?
Fælingarmáttur
Auk glæpagengja hafa margir stjórnmálamenn, sem reisa stefnu sína og athafnir á trúrænni sannfæringu, nýtt sér tilganginn til að réttlæta óhæfuverk sín. Tilgangurinn er í þeirra augum svo heilagur að allt var leyfilegt einnig aftökur. Samviskulausir einræðisherrar hafa gert þetta að megin siðferðisreglu sinni. Bæði kommúnisminn og fasisminn sem og fjölmörg öfgasamtök hafa gert þetta heilræði að kjörorði sínu. Réttlæting óhæfunnar var fólgin í því, að viðkomandi hreyfing vildi hefna fyrir þau glæpaverk sem beitt var gegn þeim sem voru í svipaðri stöðu fyrr á öldum. Í því fælist hreinsunarmáttur fyrir samfélagið. Jafnframt átti fordæmið að hafa fælingarmátt gagnvart verðandi kúgurum. Engar aðferðir gengu of langt til að stöðva áratuga ánauð arðræningja og kúgara á undirokuðum. Flestar pólitískar hreinsunar- og hefndarstefnur beittu þess konar réttlætingu. Óhæfuverkin voru endurgjald fyrir kúgun fortíðar. Aldalöng kúgun konunnar er einnig sögð réttlæta nafnleyndina. Vonandi er ekki að renna upp nýtt skeið hefndarréttlætinga.
Vernd meintra fórnarlamba
Okkar örsmáa íslenska samfélag hefur á liðnum misserum mátt fylgjast með nafnlausum aðförum að nafngreindum einstaklingum. Kunnum leikara var fyrirvaralaust vikið úr starfi. Þjóðþekktur stjórnmálamaður brenndur á báli víðtækrar fordæmingar. Sumum atgöngum hefur verið stýrt af duldum einstaklingum. Fámenn samfélög eru mun viðkvæmari fyrir slíkum vinnubrögðum en fjölmenn. Nafnleysið hefur verið réttlætt með nauðsyn á vernd. Það er ekki sannfærandi, ekki hvað síst þegar um marga meinta brotaþola er að ræða. Þessi mál eiga lítið sameiginlegt með uppljóstrurum, sem komist hafa yfir mikilvæg leynigögn sem skipta almenning máli. Því betur er nafnlaus framburður ekki tekinn gildur þegar réttarríkið fær að virka, nema í sérstökum réttarlega samþykktum tilfellum. Réttarkerfið tekur ekki mark á ásökunum sem kunna að vera uppspuni einnar manneskju. Það er sjaldan síðasta úrræði fólks að ljúga til um staðreyndir, hvort heldur sem eru konur eða karlar. Það er því að sumra mati siðleysi að dæma einstaklinga til opinberrar aftöku á grunni hulinna heilinda.
Meðalhófið
Skyldi mælikvarði meðalhófs vera hafður í heiðri þegar meintir misgjörðamenn eru dæmdir af dómstóli götunnar? Eru kynferðisleg áreitni og káf svo alvarlegir glæpir að um þá gildi ekkert meðalhóf? Er það eins með fyrrnefndan ágang og meinsemi eins og morð, að þau fyrnist aldrei? Skyldi slíkt réttarfar mega kallast réttlátt? Hér er ekki verið að fjalla um íslenskt réttarfar, heldur dómstól götunnar, sem kallaður hefur verið til. Sá dómstóll fær ekkert að vita um misgjörðirnar annað en að þær hafi verið alvarlegar. Þó að ekki sé um nauðgunartilraun eða þaðan af verra að ræða. Áreitni er hvimleið og lítt verjandi, þó ekki þurfi hún endileg að valda viðkomandi miklum varanlegum eftirköstum. Hún er bæði huglæg og hlutlæg, því mælikvarðinn er líka einstaklingsbundinn. Dómur almennings sem meintur misgjörðamaðurinn fær, gerir þar engan greinarmun. Hann er kategórískur. Á myrkum miðöldum Íslandssögunnar voru snærisþjófar dæmdir til Brimarhólms og konum drekkt fyrir meint framhjáhald. Það þykja okkur sem nú lifum óréttlátir, ofstopa- og kúgunarfullir dómar. Á okkar tíð verður dómi götunnar ekki áfrýjað. Refsingin er einföld og grimm. Útlegð úr mannlegu samfélagi opinber aftaka.
Þröstur Ólafsson. (2019). Skoðun. Fréttablaðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)