4.4.2020 | 22:40
Karlar deyja frekar úr Kórónaveirunni en konur
Kári sagði það og nú les ég það í dönskum fréttum. Karlmaður er líklegri til að deyja fái hann covid 19 en kona. Merkilegt. Verður fróðlegt að fylgjast með rannsóknum þegar að þeim kemur. Fram að þessu hafa tvöfalt fleiri karlmenn dáið en konur í Danmörku.
Í dönsku fréttinni er hugsanleg skýring sögð vera að karlmenn leita síður til lækna en konur, þekkt fyrirbæri, og séu þess vegna heilsuveilli.
Síðan bregst ónæmiskerfið karla öðruvísi við en kvenna.
Ástæða til að karlmenn fari varlega verði þetta hlutskipti þeirra. Fleiri karlar hafa smitast en konur samkvæmt dönsku tölunum.
Krækja á fréttina:https://www.dr.dk/nyheder/indland/maend-med-corona-doer-oftere-end-kvinder-her-er-bud-paa-en-forklaring
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2020 | 17:23
Eðlileg viðbrögð
Enginn veit með vissu hvernig veiruskrattinn hagar sér og því er betra að gera ráðstafanir. Ekki er hægt að gera óyggjandi rannsóknir og því gera menn sitt besta. Skilningur verðandi foreldra er ábyggilega fyrir hendi enda mikið í húfi.
![]() |
Fá að vera styttra hjá fæðandi konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2020 | 19:18
Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara
Eftirfarandi grein birtist á Vísi í dag.
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta.
Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari.
Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu.
Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar.
Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga.
Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við.
Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna.
Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörðun um framhald skólahalds.
Höfundur er grunnskólakennari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2020 | 10:20
Unga fólkið er í vari
Framhalds- og háskólanemar eru í vari. Þeim skólum var lokað. Þar er ungt fólk. Grunnskólar eiga að vera opnir eins lengi og mögulegt er. Það eru innan við 10 vikur eftir af grunnskólastarfinu. Margir nemendur þurfa á því að halda að mæta í skólann. Eins og víða hefur komið fram sýna börn vægari einkenni.
Vandrataður millivegurinn en ástand eins og Ítalía og Bandaríki glíma við nú ósker sér engin þjóð.
![]() |
Þrjár leiðir til að klára faraldurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2020 | 08:38
Aukning öndurnarvéla hér á landi
Menn spretta upp úr sófunum. Viljum fleiri öndunarvélar. Safnað er fyrir þeim og helst á að kaupa þær og fá afhendar á mettíma. Sama staða kemur upp hér á landi, hver á að stjórna vélunum og sinna sjúklingum. Við höfum ekki starfsfólk í verkið. Okkur vantar sérhæft fólk inn á sjúkrahúsin.
Þessi faraldur sýnir enn og sannar hversu fátæk við erum þegar horft er til mannafla í heilbrigðisgeiranum. Ég leyfi mér líka að segja að starfsmenn séu oft á tíðum illa notaðir, m.t.t. menntunar, hæfni og færni. Má þar nefna sjúkraliða, menntun þeirra, hæfni og færni hefur ekki verið nýtt til hins ýtrasta í heilbrigðiskerfinu.
![]() |
Á þetta að vera aprílgabb? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2020 | 18:15
Ekki minni hetjur
Frábært að heyra hve óeigingjarnt þetta fólk er. Kemur úr samfélaginu til að aðstoða á ögurstund. Gott að vita að margir séu tilbúnir í þessa vinnu. ,,Nú þegar er búið að ráða 116 bakverði til starfa á heilbrigðisstofnunum hins opinbera. Þar af 72 hjúkrunarfræðinga, 34 sjúkraliða, fjóra lyfjatækna, þrjá lækna, tvo hjúkrunarfræðinema og einn læknanema."
Í Svíþjóð hafa 250 öldungar á 45 öldrunarheimilum smitast svo það reynir á starfsmenn. Get varla hugsað þá hugsun til enda gerist slíkt hér.
![]() |
Nú þegar búið að ráða 116 bakverði til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2020 | 15:53
Óþreyja í mörgum grunnskólakennurum
Finna má fyrir aukinni óþreyju meðal grunnskólakennara á snjáldursíðu þeirra. Engin haldbær rök fylgja upphrópun um lokun nema helst að menn hafi áhyggjur af að smitast eða smita börn. Persónulega tel ég óráð að loka grunnskólanum.
Þórólfur segðir; Ég á ekki von á því að það verði gert þá en fyrr en eftir aprílmánuð og þá verður það kynnt nánar þegar þar að kemur hvernig það verður gert, í hversu mörgum skrefum og hvað það muni taka langan tíma.
Í Hong kong opnuðu menn of hratt. Smitum fjölgaði og þeir tóku um samkomubann að nýju. Vandrataður millivegurinn.
Eitt veit ég, þar sem ég er sjúkraliði líka að ég vil heldur vera í vinnunni sem grunnskólakennari en sjúkraliði, þegar horft er til smits og vinnuálags.
![]() |
Samkomubannið gildi út apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)