25.3.2021 | 07:54
Að sjálfsögðu á að vera opið- henni til minnkunar
Velti fyrir mér hvað gerist ef heilbrigðisstarfsfólk krefst lokunar á starfsstöðvum sínum eða löggæslan. Starfsmenn heilbrigðisstofnanna er líka útsett fyrir smit. Mér þykir dramatíkin í leikskólakennurum of mikil. Vissulega koma upp smit og þá þarf sóttkví en það kallar ekki á lokun allra leikskóla. Vissulega ekki allra grunnskóla heldur. Hlynnt að við höldum starfi barna óbreyttu í því mæli sem hægt er.
Hvað hafa komið upp mörg smit í leikskólum landsins, ekki mörg ef ég man rétt. Réttlætir ekki lokun leikskóla í fimm daga að mínu mati.
Grunnskólakennarar í mörgum sveitarfélögum mæta til vinnu þá tvo daga sem ráðherra lokaði skólunum, í dag og morgun, þó engir séu nemendurnir. Vonandi opna grunnskólarnir eftir páska, helst með óbreyttu sniði.
Persónulegar sóttvarnir er það sem dugar best. Ljóst að fólk hefur slakað á þeim. Björgunarsveitir landsins glíma nú við gosóða Íslendinga sem láta sóttvarnareglur inn um annað og út um hitt. Björgunarsveitarfólk er útsett fyrir smit og virðist mörgum fátt um finnast.
![]() |
Sagði upp eftir fréttir dagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2021 | 20:14
Sjálfhverfa leikskólakennara...allavega sumra
Söngurinn hafinn. Leikskólakennurum fórnað fyrir hagsmuni foreldra segir einn á síðu sem ég er aðili að. Sjálfhverfa. Hagsmunir samfélagsins eru í húfi. Sérstaklega þeirra stétta sem leggja líf og limi að veði þegar þeir vinna við kóvíd- smitaða einstaklinga. Þær stéttir hafa ekki val. Skulu mæta til vinnu. Engri stofnun sem þeir vinna á er lokað. Foreldrar sem vinna þessi veigamiklu störf, s.s. sjúkraflutningamenn, lögregla, sjúkraliðar, læknar, náttúrufræðingar, lífeindafræðingar og hjúkrunarfræðingar svo fáir séu nefndir, þurfa að koma börnum í gæslu. Nógu erfitt verður að koma börnin fyrir sem eru í 1.-4.bekk svo leikskólabörnin bætist ekki við.
Skólum á að halda opnum eins lengi og mögulegt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2021 | 11:17
Tilslökun kostar fleiri smit
Skelfilegt að smitum fjölgar. Við getum betur. Landinn gáir ekki að sér. Við fórum fram úr okkur. Fámennar fermingarveislur og annar gleðskapur er nauðsyn. Ekkert að því. Einstaklingsfrelsi á að víkja fyrir almannaheill. Samfélagslegur kostnaður af mjög veikum einstaklingi er mikill. Sumir falla frá. Aðrir þurfa í stranga endurhæfingu. Einhver þarf að bíða lengi eftir endurhæfingu. Kostnaðurinn er mikill, andlega og líkamlega.
Verður varla langt að bíða eftir hertari aðgerðum sóttvarnalæknis.
![]() |
17 smit innanlands 14 í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2021 | 13:57
Margt óljóst
enn sem komið er. Betra að fara varlega. Enginn veit hvort bólusett fólk geti borið smit. Rannsóknir hafa ekki sýnt það. Eins og segir: Þó að ólíklegt sé talið að bólusettir einstaklingar og þeir sem sýkst hafa af Covid beri með sér veiruna þá hafa rannsóknir ekki sýnt það óyggjandi enn sem komið er."
Leiðinlegt bakslag sem landinn upplifir nú.
![]() |
Bólusettur farþegi með veiruna í nefkoki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2021 | 10:59
Gott að ekki fór verr
Þeir eru margir sem hundsa viðvaranir yfirvalda og björgunarsveitanna. Þeirra sem hafa vit á því sem þeir gera og segja. Margir björgunarsveitarmenn hafa þurft að taka sér frí úr vinnu til að eltast við fólk sem fer ekki eftir fyrirmælum. Sjálfhverfa.
![]() |
Hefur gefið sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2021 | 08:11
Kostnaðarsamt...förum varlega.
Eitthvað sem fæstir bjuggust við. Löng og ströng endurhæfing margra eftir veiruveikina. Kostnaðarsamt. Ein af ástæðunum þess við eigum að fara varlega við opna landið. Ferðamennskan greiðir ekki endurhæfingakostnaðinn. Betra að stíga varlega til jarðar í gleði sinni yfir velgengni.
Skelfilegt fyrir fólk sem þarf á endurhæfingu að halda komist ekki.
![]() |
Tímabundið hlé á endurhæfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2021 | 18:19
Hvað með barnabrúðir?
Frakkar herða lögin gagnvart kynmökum við börn. Gott. Löngu tímabært. ,,Franskir þingmenn hafi kosið með nýjum lögum sem gera það ólöglegt að stunda samræði við börn yngri en 15 ára og samþykki verður ekki tekið gilt." Þá vaknar spurning. Hvað með barnabrúðir? Þær koma gjarnan sem giftar ,,konur" til Evrópu og setjast þar að. Gilda þessi lög um þær? Verður fróðlegt að fylgjast með því.
Samkvæmt UN- Women: ,,Rannsóknir sýna að meðalaldur barnabrúða er víða aðeins 14 ára, sá sami og meðalaldur fermingarbarna á Íslandi." Danskur ráðherra sætir rannsókn vegna barns sem kom gift til landsins og ráðherrann skildi hjónin að, vegna ungs aldurs stúlkunnar. Eiga sömu lög að gilda um þá sem koma til landsins og búa þar?
![]() |
Börn geti ekki veitt samþykki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2021 | 22:32
Góður þáttur...
Í þessum þætti ræðir fjölmiðlamaður við líffræðinginn Kåre Fog. Hann er einn af fáum Dönum sem sýna fram á með rannsóknum um mun kynjanna. Hann ræðir vítt og breitt um málaflokkinn. Skemmtilegt hvað hann kemur Thomasi, fjölmiðlamanninum, á óvart.
Háskólinn í Álaborg hefur búið til orðalist um orð sem má ekki nota í auglýsingum því þá eru meiri líkur á að karlmenn sæki um.
Svíþjóð er það norræna land sem hefur flestar nauðganir, eru meðal 10 efstu þjóða á listanum. Einstaklingur rannsakaði gerendur og kom í ljós samkvæmt dómsorðum að 90% hafa annan bakgrunn en sænskan.
Thomas átti ekki til orð þegar líffræðingurinn talaði um að Norðurlöndin tala um nauðgunarmenningu í löndunum. Skal nokkur undra. Kjáninn Þorsteinn Einarsson hefur elt þá vitleysu.
Kåre bendir á alla þá vitleysu sem ríkir í samfélögunum um transfólk og hvernig þeir sem eru ekki sammála eru rakkaðir niður og hafa hvorki skoðana- eða málfrelsi. Magir jafnvel reknir úr starfi vegna málaflokksins.
Líffræðingurinn tekur á mörgum málefnum þar sem öfgar ráða ríkjum í norrænum ríkjum.
Vildi óska að einhver legði vinnu í að þýða viðtalið, setja íslenskan texta, held að þjóðin hefði gott af að hlusta á líffræðinginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2021 | 20:34
Framboðsræðurnar og pistlarnir
Nú opnar maður ekki blað eða vefsíðu öðru vísi en stjórnmálamenn reyna að koma sínum málefnum á framfæri. Allir lofa gulli og grænum skógum. Stjórnarandstöðuflokkar og þeirra lið baunar á stjórnarflokkana og benda á hve rangt þeir hafa tekið á málum. Gera það án þess að upplýsa kjósendur hvað þeir hefðu gert og til hvers. Stjórnarliðar hampa verkum sínum og benda á erfiða stöðu undanfarið ár og því leyfist þeim ýmislegt.
Leiðinlegur tími framundan þar sem ekkert stjórnmálaafl kemur með lausnir við þeim vanda sem þeir gagnrýna. Segja bara að hinir gerðu rangt eða munu gera það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2021 | 12:37
Sykurpabbar, sykurstefnumót (sugardaddy, sugardating)
Steint verður það sagt um margar konur að þær elski veraldlega hluti. Margar ganga svo langt að eiga ,,sykurpabba" sem oftar en ekki er efnaður maður og greiðir fyrir konuna. Stundum í miklu mæli, stundum í litlu mæli. Margar konur sjá ekkert athugavert við fyrirkomulagið, jafnvel þó kynlíf sé með í spilunum. Þær líta ekki á þetta sem sölu á kynlífi. Konur sem auglýsa og standa á götuhornum eru mellur, ekki þær sem eiga ,,sykurpabba." Er einhver munur? Nei.
Hér á landi er umræða um slíka sölu á sjálfum sér fyrir veraldlega hluti ekki hávær. Er nú nokkuð viss um að þetta söluform finnist. Ekkert ólöglegt við fyrirkomulagið. Siðferðið, um það má deila.
Í Danaveldi verða þeir sem nota líkama sinn sem söluvöru fyrir varning, góðan mat, helgarferð í lúxus o.fl., sífellt yngri. Red barnet hefur áhyggjur af þróun mála. Mörg sveitarfélög hafa mál barna af þessum toga inni á borði hjá sér.
Hér má lesa um málið: 500 kroner for et billede eller en Gucci-taske for dit selskab: Sugardating kan virke uskyldigt, men hvad med konsekvensen? | Indland | DR
Hér má lesa um börn sem nota ,,sykurpabba" eða ,,sykurstefnumót" til að afla fjár:Børn ned til 12 år sugardater eller sælger sex for penge | Indland | DR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)