28.2.2021 | 12:41
Á samfélagið að borga matinn?
Í grein sem birtist á mbl.is ,,Allt í einu er komin framvarðarsveit" segir á einum stað Hádegismaturinn ætti að vera frír því hann er stundum eini maturinn sem börn eru að fá, svo þetta jafnrétti og aðstöðumunur, mér finnst ekki nógu mikið gert í því.
Ég er á móti því að samfélagið greiði hádegismat ofan í börn forstjóra, kennara, hjúkrunarfræðinga, lækna, deildarstjóra, banakstarfsmanna, prófessora, viðskiptafræðinga o.fl. sem þéna vel og geta borgað matinn ofan í börn sín. Hins vegar er sjálfsagt að skólinn sigti þau börn út sem þurfa á aðstoð að halda og borga matinn ofan í þau.
Samfélagið á ekki að taka fæðisskyldu af öllum foreldrum. Samfélagið á ekki að greiða fyrir það sem fólk getur sjálft greitt fyrir. Samfélagið á hins vegar að aðstoða þá sem hafa ekki tekjur til að sinna þessari þörf barna sinna- að borða.
Hér má lesa greinina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2021 | 20:12
Norðurorka veitir styrk
Ég var ein af þeim heppnu sem hlaut styrk frá Norðurorku. Verkefnið sem þeir styrktu er ,,Könnun á áhugasvið drengja á miðstigi í grunnskólum Akureyrar." Er byrjuð. Farið eftir öllum lögum og reglum.
Þegar ég tók á móti styrknum var áhugavert að heyra um öll verkefnin sem fengu úthlutað. Margir vinna sjálfboðið starf í þágu samfélagsins.
Hér má lesa um styrkina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2021 | 17:45
Skökk forgangsröðun
Eigum við hvort eð er nóg af peningum í ríkiskassanum. Óviðunandi ákvörðun af fyrrverandi ráðherra. Jafnréttistilburðir eru dýrir, því oftar en ekki á að ráða þann hæfasta. Burtséð frá kyni. Ríkið hefði getað nýtt þessa peninga betur, mun betur.
Sigríður hefur sennilega ekki átt von á mótspyrnunni sem hún fékk vegna ákvörðunarinnar.
![]() |
Landsréttarmálið kostað 141 milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2021 | 16:12
Ósmekkleg færsla kennara
Vegna umræðu um lestrarvanda drengja birtast víða umræður. Það aumkunarverðasta sem ég hef séð er við þessa frétta. Færslan birtist í hópi sem telur 2.500 kennara á öllum skólastigum. Kennarinn segir:
,,Finnst fólki ekkert undarlegt að bera saman lestrargetu í einkaskóla, þar sem fólk borgar um 20 þúsund krónur á mánuði í skólagjöld, og lestur barna í almennum skóla þar sem börn frá öllum stigum þjóðfélagsins stunda nám? Væntanlega eru þeir foreldrar sem eru að greiða yfir 200 þúsund krónur í skólagjöld á ári fyrir hvert barn almennt vel stæðir, sérlega áhugasamir um menntun barnanna sinna og yfirleitt innfæddir. Að bera þennan sérvalda hóp saman við allan þorra almennings er út í hött. Svo finnst mér skrýtið hvað strákar standa sig miklu betur en stelpur í þessum skóla. Er áherslan þá öll á strákana, eða hver er skýringin?"
Hversu lágt getur skólafólk lagst, spyr nú bara.
![]() |
Drengjum hjá Hjallastefnunni gengur vel í lestri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2021 | 12:06
Neyð vegna andlegra veikinda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2021 | 19:38
Drengir leiðast frekar...
Hjartanlega sammála orðum hans ,,Gylfi svarar því til að fimmtán ára drengir sem nú sitja á skólabekk beri enga ábyrgð á því hvað fyrri kynslóðir gerðu og fyrir vikið fráleitt að refsa þeim." Því miður hefur borið á þessu hjá mögum femínistanum. Einstaka kynjafræðingar láta drengi nútíðar líða fyrir syndir feðranna.
Hver árgangur drengja sem við missum út úr skólakerfinu er dýru verði keypt. Drengir falla oftar fyrir eigin hendi en stúlkur. Drengir leiðast frekar út í afbrot. Drengir beita oftar ofbeldi en stúlkur. Drengir eru fjölmennari í fangelsum landsins en stúlkur. Drengir verða oftar fyrir ofbeldi en stúlkur...og svo mætti lengi telja.
Samfélagið þarf að hysja upp um sig í málefnum drengjanna.
![]() |
Fráleitt að refsa 15 ára drengjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2021 | 09:07
Auðvitað á að upplýsa þjóðina
Rannsóknarblaðamennska eins og RUV sinnir í máli Samherja er hið besta mál. DR gerir slíkt hið sama þegar þeim er bent á svikara t.d. þá sem svíkja virðisaukaskatt og aðrar skattgreiðslur. Hvar rannsóknarblaðamennskan gagnvar Samherja endar er svo spurning.
Mér finnst það dugnaður og elja að setja sig inn í málið sem er flókið svo ekki sé meira sagt.
Öll dóttur- og skúffufyrirtæki sem Samherji er aðili að eða á vekur fleiri spurningar en svör. Til hvers að fela slóð peninga nema til að komast undan skattgreiðslum.
Til hvers að nota strámann í stjórnum félaga nema til að fela eitthvað. Til hvers að stofna fyrirtæki á Kýpur og víðar nema til að dylja slóð sína. Nei þetta er gott og blessað.
Hef aldrei skilið af hverju Samherja er í mun að snuða íslenska ríkið um réttmætar skattgreiðslur. Þeir fengu auðlind þjóðarinnar á silfurfati.
![]() |
Heiðar Örn: Það er ljótt að stela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2021 | 18:58
Enn bullar ráðherra menntamála
Eitt leyfisbréf hefur ekkert með stöðu stráka í skólakerfinu að gera.
Ekkert í menntastefnu til 2030 hefur með stöðu stráka í skólakerfinu að gera.
Ekkert sem menntamálaráðherra segir og gerir hefur með stráka í skólakerfinu að gera.
Hún heldur áfram að bulla.
Minnsta mál að setja falleg orð á blað, það geta allir.
Erfiðara að gera eitthvað raunhæft í málunum og sýna í verki að ráðherra hugsi um stöðu stráka í skólakerfinu.
Held að ráðherra sé svo í mun að falla í kramið hjá (öfga)femínistum að hún talar ekki af viti um stöðu stráka í skólakerfinu.
![]() |
Aðgát skal höfð í málefnum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2021 | 09:33
Arfleið hreyfingarinnar ,,Líka ég."
Arfleið ,,Líka ég" hreyfingarinnar eru þær nornaveiðar sem hafa átt sér stað. Hugmyndafræði hreyfingarinnar var í sjálfu sér góð, safna sögum, segja frá og láta vita að svona samfélag viljum við ekki. Grimmd kvenna náði yfirtökum og nornaveiðar hófust víða um heim með nafnbirtingum og brottrekstri úr starfi, jafnvel 20 árum eftir að atburðurinn átti sér stað. Oft undir allt öðru samfélagsviðmiðum en við höfum í dag. Af þessum sökum er fátt aðlaðandi við ,,Líka ég" hreyfinguna, hún misnotuð.
Ástæða skrifa minna er grein Matthildar sem birtist í Fréttablaðinu um af hverju karlmenn stíga ekki fram til að segja sínar sögur. Sjá hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2021 | 19:49
Lilja Dögg talar og talar en segir ekkert!
Lilja Dögg söm við sig. Segir helling, án þess að segja nokkuð og ég kalla ,,froðusnakk." Hefur talað svona eins og hún gerði í Kastljósi í nokkur ár. Fer að tala um covid, að við höfum haldið leik- og grunnskólanum opnum á þessum tíma. Jóhanna Vigdís lélegur spyrill og lætur leiða sig af sporinu. Þátturinn átti að fjalla um stöðu drengja í skólakerfinu og kvíða stúlkna sem er faraldur. Svona talar sannir stjórnmálamenn. Ég er engu nær um málefnin eftir rullu ráðherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)