Auðvitað á að upplýsa þjóðina

Rannsóknarblaðamennska eins og RUV sinnir í máli Samherja er hið besta mál. DR gerir slíkt hið sama þegar þeim er bent á svikara t.d. þá sem svíkja virðisaukaskatt og aðrar skattgreiðslur. Hvar rannsóknarblaðamennskan gagnvar Samherja endar er svo spurning.

Mér finnst það dugnaður og elja að setja sig inn í málið sem er flókið svo ekki sé meira sagt.

Öll dóttur- og skúffufyrirtæki sem Samherji er aðili að eða á vekur fleiri spurningar en svör. Til hvers að fela slóð peninga nema til að komast undan skattgreiðslum.

Til hvers að nota strámann í stjórnum félaga nema til að fela eitthvað. Til hvers að stofna fyrirtæki á Kýpur og víðar nema til að dylja slóð sína. Nei þetta er gott og blessað. 

Hef aldrei skilið af hverju Samherja er í mun að snuða íslenska ríkið um réttmætar skattgreiðslur. Þeir fengu auðlind þjóðarinnar á silfurfati. 


mbl.is Heiðar Örn: „Það er ljótt að stela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband