14.12.2020 | 21:44
Við höfum haft það svo gott
Vonandi verðum við meðvitaðri um hve gott við höfum haft það undanfarin áratug eða svo. Enginn tekur skaða af fámennum og fábrotinni jólahátíð. Fyrir flesta koma önnur jól og mörg þar á eftir. Jólagjafaæðið má minnka og lífstíll margra breytast.
![]() |
Hljóða nótt: Þegar veiran stal jólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2020 | 10:36
Kyn, menntun og atvinnulíf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2020 | 10:32
Staða stráka verri
Hermundur prófessor þreytist seint á að benda á mismun kynjanna i grunnskólanum. Hallar á stráka. Því miður nær hann ekki áheyrn ráðherra menntamála, né Tryggvi Hjaltason sem lætur sig málið varða. Hef hlustað á tvo fyrirlestra um málið og sá þriðju er í dag kl.11:00. Hér er krækja að honum.
Einstaka menntamaður hefur reynt að ýta við þeim sem ráða, án árangurs. Á síðunni http://arnarsverrisson.is/Home/Pistlar má finna nokkra pistla um málefnið.
Ný skólastefna ráðherra er fædd. Ekki orð um stöðu drengja.
Ný skólastefna Akureyrar í kynningu. Ekki orð um stöðu drengja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2020 | 09:17
Kynjahalli í umræðu á Alþingi !
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir lýsti undrun sinni á kynjahalla í umræðum á Alþingi. Hún sagði karla taka oftar til máls og heyra mátti að henni þótti það miður. Endurspeglar ekki kynjahlutfall þingmanna. Er í lagi með fréttaskýrandann, á að vera hlutlaus í fréttaflutning. Af hverju í ósköpunum talar hún ekki við konur sem sitja á þingi til að leita skýringa. Varla er við karla að sakast að þeir tali meira.
Ekki það, Jóhanna Vigdís er einn fréttamanna á RVU sem leitast við að gera jafnréttisbaráttu að forréttindabaráttu kvenna. Af þeim sökum hefði þetta ekki átt að koma mér á óvart.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2020 | 20:16
Fasteignasalar ábyrgðarlausir
Hef alltaf undrast að fasteignasalar séu ábyrgðarlausir þegar gallar koma fram í húsnæði. Þeir sem milliliðir, sem erfitt er að komast hjá að nota, firra sig allri ábyrgð. Bera því við að þeir selja eignina í því ástandi sem hún er án þess að skoða hana gaumgæfilega. Þóknun sem þeir hirða af seljendum og jafnvel kaupendum líka er himinhá. Stétt sem þarf ekki að taka ábyrgð.
Löngu tímabært að setja á herðar fasteignasala þá ábyrgð að söluskoðun fari fram áður en eign er seld. Margir sitja uppi með sárt ennið og fjárhagslegt tap vegna galla í húsnæði.
![]() |
Þarf að greiða 15 milljónir í bætur vegna myglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2020 | 22:04
Ekki yfir fimm smit á dag
segja sérfræðingar. Þá má slaka á. Held að landinn geti þetta, haldið smitum í lágmarki. Hvort þeir geri það er annað mál. Nú þyrpist fólk í búðir. Ráfa um til að sýna sig og aðra. Jólin framundan og margir telja þau nauðsynleg til að hitta fjölda fólks. Vona að allir fari varlega. Fórnarkostnaður er mikill. Í grunnskólastarfinu gætir þreytu. Nemendur þreyttir sem og starfsmenn á endalausum takmörkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2020 | 09:00
Börn mega fara á milli
Jólafrí í grunnskólum er framundan. Hjá foreldrum sem búa ekki sama er oft annað foreldrið með barnið fram að jólum og jafnvel yfir jólin. Veiran kemur ekki í veg fyrir að umgengni milli svæða eigi sér stað. Eigingjarnir foreldrar vilja nýta sér veiruna til að halda barninu hjá sér. Slíkt kallast tálmun.
Í vor átti að nota þessa ástæðu til að senda ekki barn í umgegni. Til liðs við sig fékk foreldrið lækni staðarins. Sá sagði allt annað er sóttvarnaryfirvöld sem sögðu veiruna ekki koma í veg fyrir umgengni. Halda sóttvarnareglur á báðum heimilum. Sennilega gerði læknirinn þetta til að þóknast foreldrinu sem bjó á staðnum.
Vona að foreldri hugsi sig tvisvar um áður en það tálmar umgengni barns um hátíðina. Barnið tapar, enginn annar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2020 | 17:07
Foreldrajafnrétti miðlar...

Hér má sjá fréttaskýringuna https://www.facebook.com/teresa.prichard/videos/10222454343700339
4.12.2020 | 15:19
Hinir greiddu hærri vexti
Þeir sem tóku lán án uppgreiðslugjalds greiddu hærri vexti. Skyldi það verða skoðað í kjölfar dómsins? Full ástæða til.
![]() |
Uppgreiðslugjald ÍLS dæmt ólöglegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2020 | 13:39
Er eitthvað í karmenn spunnið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)