23.12.2020 | 09:30
Fáklæddar konur
Í reynd kostulegt að renna yfir rafræna miðla. Mætti halda að keppni um fáklæddar konur væri í gangi. Margar með afskræmdar varir og andlit, svo ekki sé talað um líkama þar sem sílikon er notað. Má ekki segja frá neinu öðru vísi en kona stilli sér upp, helst í kynferðislegum stellingu, til myndatöku. Oft og iðulega sést í brjóstaskoru eða efri hluta brjóstanna. Við skulum svo ekki tala um þær sem birtast fáklæddar á myndum. Að mínu mati er þetta ótrúleg þörf fyrir að sýna sig. Fá viðurkenningu annars staðar en í sálinni. Vondar fyrirmyndir. Þegar myndir af karlmönnum eru hins vegar skoðaðar eru þeir klæddir- ekki fáklæddir.
Einhverra hluta vegna finnst mér svona konur ekki trúverðugar, kann ekki skýringu á því. Sennilega er sýndarþörfin meiri en inntak frásagnar eða fréttar. Kannski selur þetta, kallar á ,,klikk" á fréttina. Ekki ósvipað þegar mella stendur á götunni eða í glugga og selur sig, því minna sem hún hefur utan á sér því líklegri er að viðskiptavinur falli fyrir henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2020 | 18:16
Draga á langinn
Að draga mál á langinn virðist stíllinn. Mæta ekki. Áfrýja hingað og þangað. Röng málsmeðferð og fleiri dómsmál haldin um það. Eitt dæmið er nýfallinn dómur yfir formanni Kennarafélags Reykjavíkur. Hann notaði öll ráð til að draga málið á langinn. Sekur er hann, Landsréttur dæmi það. Hins vegar er fullnustu refsingar frestað, málið hefur velkst svo lengi í kerfinu. Hann á líka sök á því. Er þetta virkilega rétt aðferðafræði, velti því fyrir mér.
![]() |
MDE vísar frá máli Gests og Ragnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2020 | 21:13
Konur vilja ekki starfið
Hef undrast af hverju ungar og hraustar konur sækja ekki á sjóinn. Tekjumöguleikar miklu meiri en í hjúkrun, sálfræði og öðrum ,,kvennastörfum." Kuldi, mikil vinna og erfið vinnuskilyrði segja konur þegar þær eru spurðar. Þeim finnst sjómennska henta karlmönnum betur. Fjarvera frá heimili og jafnvel frá börnum er ekki boðlegt fyrir þær...en fyrir karlmenn er það allt önnur Ella. Já við náum seint jafnrétti. Hef hvergi séð neinn berjast fyrir að konur verði jafn margar á togara eins og í stjórnum fyrirtækja. Margt skrýtið í kýrhausum þegar jafnrétti er annars vegar.
![]() |
Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2020 | 17:55
Jólin ekki það mikilvægasta
Orð að sönnu hjá henni. Jólin mega sín lítils þegar móðir náttúru lætur til sín taka. Sama með veiruna og afleiðingar hennar. Við ættum kannski að hugsa um það í öllu kaupæðinu sem grípur landann þegar jól nálgast sem og sjálfselsku fólks. Jólin eru bara aukaatriði einhvern veginn. Þau fóru bara á bið. Svona hlutir skipta engu máli þegar þetta allt er búið að ganga á. það er bara helst að maður sé með fólkinu sínu, segir Jóhanna.
![]() |
Fyrstu íbúarnir snúa aftur heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2020 | 18:59
Draumur Alþingis um ofbeldissnautt samfélag
19.12.2020 | 10:11
Of fámennt, ganga á enn lengra
Að mínu mati á að gagna skrefi lengra og hafa ekkert sveitarfélag undir 5000 manns. Það vita allir sem það vilja vita að litlu sveitarfélögin hafa ekki getu til að reka sig nema með jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Margir íbúar litlu sveitarfélaganna flytjast þaðan þurfi þeir sérfræðiaðstoð á einhvern hátt, t.d. með fatlað barn. Stóru sveitarfélögin sitja uppi með kostnað af slíku á meðan minni sveitarfélög geta státað sig af góðum rekstri. Göngum lengra, hættum hreppapólitík. Landið er eitt svæði sem á að skiptast upp í stór en fá sveitafélög. Eyjarfjörður sem dæmi er ágæt stærð af sveitarfélagi. Yrði sterkari eining fyrir vikið.
Síðan eru öll þessi sambönd. Samband sveitarfélaga, samband minni sveitarfélaga o.s.frv. Allt kostar þetta.
![]() |
Segir klofning yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2020 | 17:26
Kennarar með dæmdan mann í brúnni
Landsréttur felldi dóm yfir formanni Kennarafélags Reykjavíkur í dag. Refsing þyngd. Stórfellt brot segir í dómnum sem má finna hér. Félag grunnskólakennara á að fara fram á afsögn. Félag grunnskólakennara á að taka hann úr öllum störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara. Fordæmið sem grunnskólakennarar sýna er slæmt hafi þetta ekki afleiðingar fyrir einstakling sem brýtur af sér og fær dóm.
Sama með Kennarasambandi Íslands. Þeir eiga ekki að þegja. Gallinn á gjöf Njarðar þeegar vinir raðast í embætti, þá er erfiðara um vik að bregðast við þegar svona kemur upp á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2020 | 21:55
Samfylking- fátt um fína drætti
Las yfir lista Samfylkingarinnar. Ljóst að hún fær ekki mitt atkvæði. Hefur stundum gerst. Verður vandi að velja á milli hinna flokkanna. Mér þykir Samfylkingin ótrúverðug. Öfgafemínistar fá of mikið ráðrúm í flokknum. Lýðræðið verður undir. Til að styggja ekki flokk kvenna má ekki segja þeim í mót. Samfylkingin fylgir því.
16.12.2020 | 14:40
Vegið að jafnréttinu
Lilja Dögg menntamálaráðherra þóknast konum. Skipuð var nefnd til að efla kynfræðslu í skólum. Kvennamál- í nefndinni eru 11 konur og 2 karlar. Jafnrétti í hnotskurn. Skil ekki val á sumum fulltrúum. Hvað er fulltrúi Stígamóta að gera í svona nefnd. Auka á kynfræðslu í grunnskólanum, enginn grunnskólakennari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2020 | 09:32
Áróður Kvennaathvarfsins
Skelfilegt að sjá áróður Kvennathvarfsins gagnvart feðrum. Því miður er það svo að mæður og feður beita börn sín ofbeldi. Um það þegja forsvarsmenn athvarfsins. Kvennaathvarfið hefur auglýsingaherferð gegn feðrum og litar þá sem einu gerendurnir. Hvert fara börn þar sem mæður beita ofbeldi. Varla í Kvennaathvarfið með ofbeldismanni sínum. Sorglegra er að ríkið styður þetta og margur almenningur. Hugarfarsbreytinga er þörf, konur og karlar geta verið ofbeldismenn barna, rannsóknir sýna það.
Lesa má greinar um málaflokkinn hér.