Konur vilja ekki starfið

Hef undrast af hverju ungar og hraustar konur sækja ekki á sjóinn. Tekjumöguleikar miklu meiri en í hjúkrun, sálfræði og öðrum ,,kvennastörfum." Kuldi, mikil vinna og erfið vinnuskilyrði segja konur þegar þær eru spurðar. Þeim finnst sjómennska henta karlmönnum betur. Fjarvera frá heimili og jafnvel frá börnum er ekki boðlegt fyrir þær...en fyrir karlmenn er það allt önnur Ella. Já við náum seint jafnrétti. Hef hvergi séð neinn berjast fyrir að konur verði jafn margar á togara eins og í stjórnum fyrirtækja. Margt skrýtið í kýrhausum þegar jafnrétti er annars vegar.


mbl.is „Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það var einn þátturinn í jafnréttisumræðunni að konur hefðu ekki fengið að læra sund, bara karlmenn.  Ástæðan var einföld, hafði ekkert með karlrembu að gera, heldur sýndi það sig að þeir sjómenn sem kunnu að synda drukknuðu miklu síður þegar bátskænurnar brotnuðu á landgrynningunum.  Kannski var þeim kennt að synda svo þeir druknuðu ekki frá eiginkonum og börnum, en það var alldrei sagt frá því.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.12.2020 kl. 21:50

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef einu sinni farið á sjó. Var þá tvítugur. Ástæðan fyrir því að ég fékk djobbið var að hinn umsækjandinn var, að mér var sagt einhver "kelling". Þeir vildu sumsé frekar nýstúdent sem aldrei hafði migið í saltan sjó en "kellingu".

Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2020 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband