20.1.2021 | 17:59
Íþróttafréttamenn
Málfar RÚV
Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun. Því ber að kynna sér málstefnu RÚV og haga störfum sínum í samræmi við hana. Það hefur aðgang að málfarsráðgjöf og yfirlestri handrita og annarra skjala, því ber að leita til málfarsráðgjafa þegar ástæða þykir til og jafnframt taka við ábendingum málfarsráðgjafa.
Þetta ættu íþróttafréttamenn á RÚV að skoða gaumgæfilega og læra utanbókar. Þegar ég horfði á útsendingu sjónvarpsins þar sem Kongó spilaði á HM notaði fréttamaðurinn, sem lýsti leikum, orðið ,,þetta" um línumann liðsins. Hvílík vanvirðing, bæði við línumanninn og áhorfendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2021 | 18:13
Víða gætir kúgunar á konum. Þetta er greinileg æxlunaráreitni gegn þeim.
18.1.2021 | 12:56
Löngu tímabært
Orð að sönnu. Auðvitað eiga sálfræðingar að vera inni í skólunum. Í minni skólanum gæti sálfræðingur verið í hlutastarfi. Hef lengi talað fyrir þessu en sveitarfélögunum virðist ekki hugnast þessi ráðstöfun.
Snemmtæk íhlutun er mikilvægt þegar sálin veikist. Með sálfræðing í skólanum mætti grípa fyrr inn.
![]() |
Vill sálfræðinga í skólana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2021 | 16:36
Lilja Dögg ekki eins tilkippileg...
Nokkur hróp frá femínistum um að kynfræðslu sé ábótavant í grunnskólum fékk Lilju Dögg menntamálaráðherra til að bregðast við. Níu konur og 2 drengir eiga að móta kynfræðsluna.
Í mörg herrans ár hefur fagfólk kallað eftir aðgerðum til að mæta drengjum í skólastarfinu. Ekkert gerist. Hvað veldur? Lilja Dögg er ekki eins tilkippleg þegar fagfólkið kallar eftir aðgerðum.
Lilja Dögg bjó til menntastefnu til næstu 10 ára, ekki orð um drengi sem eiga við vanda að etja í skólakerfinu. Lilja Dögg hysja upp um sig í málaflokknum.
![]() |
Staða íslenskra pilta áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2021 | 19:18
Siðferði grunnskólakennara
Fyrir jól féll dómur í Landsrétti yfir formanni Kennarafélags Reykjavíkur (KFR). Skattsvik. Alvarlegt brot. Viðkomandi hefur teygt og togað málið fyrir alls konar áfrýjunaraðilum í nokkur ár. Horft til þess þegar dómur er kveðinn upp. Landsréttur þyngdi samt dóminn. Segir það sem segja þarf um alvarleikann.
Nú ber svo við að hluti kennarar kalla eftir afsögn formannsins. Siðferði. Gunnskólakennari á að sýna fyrirmynd. Vammleysisreglan á að gilda. Á snjáldursíðu grunnskólakennara hafa nokkrir skipst á skoðunum. Stjórn Félags grunnskólakennara þegir þunnu hljóði. Gerði það líka þegar Héraðsdómur kvað upp úrskurð. Sekur. Nú skal sömu aðferð beitt. Ekkert aðhald og stjórn kemst upp með slík vinnubrögð. Markmið með afsögn er að gefa fordæmi, að dæmdur einstaklingur vinni ekki trúnaðarstörf fyrir félagið.
Formaður KFR hefur sankað að sér nefndarstörfum. Valddreifing er lítil innan KFR og Félags grunnskólakennara (FG). Tveir aðilar virðast hæfastir til að sinna flestum nefndastörfum, öðrum en fastanefndum. Formenn þessara félaga. Nú ber svo við að annar er með dóm á bakinu. Hann er á skilorði í tvö ár, hvorki meira né minna. Hefur misst trúverðugleikann. Hann telur dómara hafa gert mistök. Á það hlusta hluti stjórnarmanna eftir því sem best verður séð. Vitað er að ekki er deilt við dómarann, hann hefur lokaorðið.
Því er borið við að hann hafi ekki brotið lög frá því að hann sveik skattinn fyrir tugmiljónir. Satt. Engu að síður, sekur nú. Afleiðingar eiga að vera af slíku broti, innan kennarasamtakanna. Ekki bara skilorðið. Stjórn FG á að óska eftir afsögn hans. Formaður KFR virðist ekki hafa það siðgæði að gera það sjálfur, væri væntanlega búinn að því annars. Maður kemur í manns stað. Enginn er ómissandi og heldur ekki formaður KFR. Þegar afplánun er lokið er ekkert að því að maðurinn snúi til trúnaðarstarfa að nýju. Hvort traustið sé þá til staðar skal ósagt látið.
Hvergi er að finna í lögum kennarasamtakanna um að sá sem dæmdur er sinni ekki störfum fyrir félagið. Menn hafa talið óhugsandi að nokkrum dytti í hug að sitja á embætti sínu, dæmdur. KÍ sem og FG þurfa að endurskoða lögin sem unnið er eftir. Dæmið sýnir það. Koma þarf í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. Sumir taka pokann sinn og þekkja siðfræðina, aðrir ekki.
Brotið snertir ekki starfið eru rök til að taka ekki á málinu. Passar ekki, traust, siðferði og trúverðugleiki er farið í vaskinn. Í því felst gagnrýnin.
Lesa má dóminn hér.
Vinavæðing er slæm, líka innan FG, sýnir sig nú. Stjórn Kennarasambands Íslands gætu sem regnhlífasamtök látið til sín taka. Gera það ekki. Eru ofurseldir peningaflæði FG. Móðgi KÍ grunnskólakennara getur farið svo að stjórn FG hóti úrsögn úr KÍ. Eða sem verra er láti verða af því með þeim hríðum sem slíkri fæðingu fylgir. Þá er vandi á höndum. Þess vegna er bátnum ekki ruggað. Rotið svo ekki sé dýpra í árina tekið.
15.1.2021 | 10:55
Námsefni er breytt til að aðlaga það konum...
14.1.2021 | 21:50
Jafnréttiskennsla félagsmiðstöðva í grunnskóla tekur mið af femínista
Fyrir augu mín bar bæklingur frá Félagsmiðstöðvum á Akureyri. Jafnréttisfræðsla nemenda er á forsendum femínisma. Mér þykir þetta miður. Sú kvenfrelsun sem felst í fræðslunni á ekki heima í grunnskólanum. Þar er rætt um jafnrétti, milli kynja. Grunnskólakennarar leysa þá fræðslu vel af hendi.
Í bæklingi fræðslumiðstöðva á Akureyri segir um Jafnréttisfræðsluna:
,,Fyrirlestur um femínisma og jafnrétti. Hvað þýðir hugtakið femínismi, jafnrétti og hver eru helstu baráttumál femínista. Stiklað á stóru um jafnrétti kynjanna."
Stígamót og önnur álíka samtök eiga auðvelt með að koma áróðri sínum inn í grunnskólann í gegnum félagsmiðstöðvarnar. Synd að sjá það. Enginn skólastjórnandi virðist mótmæla, hvað þá kennarar. Sjúk ást sem fjallar eingöngu um brot drengja, eins og stúlkur séu ávallt saklausar, er sýnd í grunnskólanum samkvæmt bæklingi félagsmiðstöðva á Akureyri.
13.1.2021 | 08:09
Kynjamyndir í skólastarfi 3: Kynjafræði, konur og kennsla
11.1.2021 | 18:57
Harm- og píslarsaga kvenna er því mjög orðum aukinn hjá Steinunni Helgu
10.1.2021 | 11:24
Móðir styður samtökin ,,Líf án ofbeldis.
Móðirin sem sigaði löggunni á barn sitt styður samtökin ,,Líf án ofbeldis. Þar á bæ berjast menn gegn feðrum sem beita börn sín ofbeldi. Skyldi það sama gilda um móður barns. Þegar foreldri vill ekki færa lögheimili að ósk barnsins er það ekkert annað en ofbeldið. Andlegt ofbeldi. Verið að þvinga barn til að búa þar sem það vill ekki vera, fjárhagsins vegna. Ætli samtökin ,,Líf án ofbeldis samþykki slíkt ofbeldi í garð barns. Hef aldrei heyrt samtökin gefa það út.
Að siga löggu á barn sitt sem tekur ákvörðun um að fara þangað sem því líður vel og vill vera er líka ofbeldi. Í þessu dæmi vissi móðir að barn var öruggt og að faðir barnsins myndi taka á móti því. Engin hætta á ferðum. Barnið vissi hins vegar að það fengi ekki að fara, móðir hafði áður neitað því um að fara á heimili sitt, hjá föður, sem er í öðru sveitarfélagi. Ætlunin að þvinga barnið til að vera áfram eftir áramótafrí.
Flutningur á lögheimili skiptir máli þegar skólaganga er annars vegar. Að barn búi við þær aðstæður að vita ekki hve lengi það fær að vera í skólanum sem það hefur verið og vill vera í er andlegt ofbeldi.
Yfirvöld verða að hafa úrræði fyrir börn í þessari stöðu, þegar foreldri þráskallst við peninganna vegna.