Til skammar

Það að 170 manns hafi valið Sigmund Davíð í fyrsta sæti listans er með ólíkindum. Ég vona að kjósendur sem stutt hafa Framsókn séu skynsamara en þessir 170. Það að hafa mann í forystusveit sinni sem lýgur að þjóðinni, felur peninga sína á aflandseyju, selur fyrirtækið fyrir 1 dollara til konu sinnar, þvælir og ruglar um eftirför og innbrot í tölvu, er land og þjóð til skammar. Hvergi í siðmenntuðum löndum myndi þetta viðgangast. Ég tek hattinn ofan fyrir oddvita Framsóknar á Akureyri og tel að fleiri ættu að mótmæla á þennan hátt. Sigmundur Davíð hefur ekki hreinan skjöld og við eigum að verja Alþingi fyrir svona mönnum.


mbl.is „Meira en ég get sætt mig við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar úrslit lágu fyrir. Ég er ekki fullkominn maður, sagði maðurinn. Mér þótt vænt um þetta tvennt, þ.e. fagnaðarlætin og síðan þetta með fullkomleikann. Með Guðs hjálp og með kraft bænarinnar að vopni, getum við öll viðurkennt ófullkomleika okkar og Sigmundur gefur þarna gott fordæmi til okkar allra. Guð blessi hann og alla þá sem kjósa sér starfsvettvang á opinberum vettvangi.

jon (IP-tala skráð) 17.9.2016 kl. 19:53

2 identicon

Guð blessi líka Framsóknarflokkinn. Gleymdi því hérna áðan. Takk aftur.

jon (IP-tala skráð) 17.9.2016 kl. 19:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2016 kl. 23:18

4 identicon

Helga Dögg, hver myndi geyma peningana sína á Íslandi sem ætti annara kosta völ. Íslenska krónan er álíka mikils virði og gjaldmiðillinn í "Zimbabve" myndi einhver heilvita maður geyma peningana sína þar. Ef ég ætti einhvern pening myndi ég geyma hann annarsstaðar en á Íslandi því hér verður hann að engu allavega hjá almenningi. Meira að segja þó hann sé settur á verðtryggðan reikning. Því á þeim reikningum eru innlán á miklu lægri vöxtum en útlán, þannig að elítan vinnur alltaf.

Og krónunni hefur verið stjórnað af algerum afglöpum alveg frá því að hún var tekin upp. Þetta vita allir. Svo er verið að hneikslast á fólki sem treystir þessu ekki. Og það er ekkert að breytast.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 01:55

5 identicon

Taki fólk þá meðvitðuðu ákvörðun að ,,snuða" ísl. þjóðina um skattgreiðslur af ágóða sem þeir hafa fengið af eignum sínum þá bjóða þeir sig ekki fram í forystusveitina. Það er siðferði sem er ekki neinum manni til sóma. Hvað hinn almenni þegn gerir kemur mér ekki við né heldur hvernig hann hagnast, nýtir peninga sína eða geymir. ÉG vona bara að það komist upp um þá! Við krefjum það fólk sem gefa kost á sér til að vinna fyrir land og þjóð að það sé með hreinan skjöld. Við getum ekki sagt það um núverandi formann Framsóknarflokksins og það virðist ekki skipta máli fyrir þá 170 sem völdu Sigmund í fyrsta sætið. Um margt get ég verið sammála þér Steindór um krónuna.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 09:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steindór ég er sammála Helgu í þessu.  Þú ert að bera saman epli og appelsínur.  Sigmundur Davíð var forsætiráðherra, talaði digurbarkalega um að íslenska krónan væri::::: Sterkasti gjaldmiðill í heimi. ekkert minna en það, en hann sjálfur var á sama tíma með allt sitt á þurru í Panama.  Finnst þér það í alvörunni allt í lagi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2016 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband