Hefst að nýju

Ákvað að byrja aftur að blogga, um hvað kemur bara í ljós þegar fram líða stundir. Nú starfa ég sem grunnskólakennari og það væri gaman að halda dagbók um starfið. 

Nú er ég í vetrarfríi, ákvað samt að taka með mér heimavinnu. Þarf að fara yfir nokkur ritunarverkefni sem mér hefur ekki gefist tími til. Ég notaði fimmtudaginn í það.

Einn daginn urðu slagsmál í frímínútum og blönduðust nokkrir minna nemenda í þau. Slík hegðun kallar á sættir og samningafund. Það tók um 20 mín. af kennslustundinni, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Þetta verða kennarar að gera, ekki er hægt að hafa allt í uppnámi...eða hvað! 

Horfði á Kastljós eins og margir. Undrast vinnubrögð landlæknis, hann á að kæra yfirlækni Sjúkrahúss Akraness fyrir skjalafjals. Hef ekki góða tilfinningu fyrir landlækni alltof máttlaus og hræddur að taka á málunum. Minni á, þetta er mín skoðun.

Kveð að sinni...Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband