Gagnslausar rannsóknir háskólanema

Þær rannsóknir sem háskólanemar hér á landi og í útlöndum gera eru ekki allar til gagns. Danskir háskólanemar auglýsa eftir fólki til að kanna vináttu karlmanna og hvað einkennir hana. Gott og vel. Galli á gjöf Njarðar, þeir falla í þá gryfju að óska eftir konum sem skilgreina sig sem karlmann. Þeir vilja sem sagt ekki bara karlmenn.

Kona getur ekki gefið upplýsingar um hvernig vinátta karlmanna er háttað. Hún hefur ekki innsýn í þeirra hugsanir og heldur ekki upplifanir, t.d. líkamlega. Skilgreindur karl hefur ekki kynfæri karlmanns sem vaxa og hefur þar af leiðandi ekki hugmynd um tilfinningar og vinaspjall drengja sem eru í þeirri stöðu. Kona hefur ekki verið með stúlku sem gagnkynhneigður karlmaður eða með karli sem samkynhneigður karlmaður. Vantar mikið upp á að konur geti svarað fyrir það sem tengir vináttu tveggja eða fleiri karlmanna saman.

Astrid Randi Thinnesen póstar innslagi drengjanna og segir; Annað hvort er nemendahópurinn nógu skynsamur til að taka tillit til breytunnar um eigið kyn og flokka frá rannsókninni eða þeir falla í gryfjuna ,,Kool Aid.“ Ef það síðarnefnda þá vonum við að þetta gangi hratt fyrir sig.

Í athugasemdakerfinu við færslu Astridar segir:

,,Það verður mikið rannsakað frá þessum árum, sem fer beint á haugana! Dýrt og vitlaust! Og skaðlegt...

,,Þær sem skilgreina sig sem menn geta ekki svarað spurningum sem tengist karlmönnum. Konur hafa hvorki upplifað eða prófað og munu aldrei gera.“

Astrid svarar athugasemdinni. ,, Nákvæmlega! Svo annað tveggja eru nemendurnir nógu klárir til að flokka konur sem kalla sig karlmann frá rannsókninni eða þeir hafa fallið fyrir ruglinu um trans hugmyndafræðina. Ég held því miður það síðarnefnda.“

Að neðan er auglýsing háskólanemana.

dönsk rannsókn


Bloggfærslur 31. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband