21.7.2009 | 10:26
Og áfram er spurt...
Hér koma tvær af fyrirspurnum sem sendar voru gjaldkera, honum til hægðarauka, fyrir þing Sjúkraliðafélagsins sem haldið var 12. maí s.l.
Hverjir hafa fengið greitt fyrir framkvæmdastjórnarfundi árið 2008 og hversu mikið?Vildi fá það staðfest að formaður og framkvæmdastjóri fái tvöfalda launagreiðslu fyrir framkvæmdastjórnarfundi. Er í hópi þeirra sem telja það verksvið formanns samkvæmt lögum félagsins að sitja þessa fundi án sérstakrar greiðslu. Framkvæmdastjóri félagsins er öllu jöfnu í vinnu á þeim tíma sem fundirnir eru og því, að mínu mati, óeðlilegt að tvöföld greiðsla eigi sér stað þann tíma sem fundir standa. Svarið var að báðir þessir aðilar fá aukagreiðslu fyrir að sitja fundina, eins og sjá má í fundargerð 67.
Var haldið sérstaklega upp á 200. fund framkvæmdastjórnar sbr. fundagerð og ef svo, hve margir þátttakendur voru á þeim fundi og hver var kostnaður félagsins vegna hans ? Gjaldkera deildarinnar var gert að skera niður fjárhagsáætlun. Deildin sinnir á þriðja hundrað sjúkraliðum. Sem stjórnarmaður óskaði ég efir að fá vitneskju hve miklum fjármunum við getum eytt í fagnað sem þennan. Aldrei kom svar vegna kostnaðar, en mér svarað að fundurinn hefði verið á árinu 2007, sem er annað en fundargerð segir til um.
,, 200. fundur framkvæmdastjórnar Fundargerð 200. fundar framkvæmdastjórnar Sjúkraliðafélags Íslands haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2008 kl. 14:00 að Grensásvegi 16, Reykjavík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.