Hækka innritunargjald í Háskóla

Þrengt er að nemendum framhaldsskólanna sem annað tveggja eru í sjálfstæðri búsetu eða í foreldrahúsum. Margt ungmennið hefur ekki fengið vinnu í sumar og margir fá skert starfshlutfall. Starf með skóla á komandi vetri verður af skorum skammti. Nú þegar greiða nemar 17.000 krónur hið minnsta til framhaldsskólans og nemendafélagsins, þar sem hið síðarnefnda er valkvætt. Gott og vel, ástandið í samfélaginu er slæmt og við ýmislegt verður að una.

Innritunargjald í háskóla mætti hins vegar hækka að mínu mati, það er 45.000 krónur á haus yfir árið. í ríkisskólum, aðrir eru mun hærri. Sjálf er ég þátttakandi í háskólasamfélagi og þætti ekki óeðlilegt að greiða 50.000 krónur á hverja önn.


mbl.is Efnisgjald áfram innheimt í framhaldsskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk á ekki að þurfa að greiða peninga fyrir það að mennta sig.

Þvert á móti á fólk að fá styrk til þess (eins og á hinum norðurlöndunum). Bæði á framhalds- og háskólastigi.

Ef hlúð væri að menntun íslensku þjóðarinnar þá kannski væri landið ekki fullt af vitleysingum.

Jón (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:11

2 identicon

Tek innilega undir það Jón, námsstyrkir ættu að vera við líði. Slíkt kemur einnig í veg fyrir að efnahagur hafi áhrif á menntun ungmenna, allir sitja við sama borð.

Á meðan slíkt er fjarlægur draumur verður að spila úr stöðunni eins vel og hægt er, þvert á það sem almenningur á skilið.

Helga Dögg (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband