Sama súpa í sömu skál

Nú þegar forkólfarnir standa frammi fyrir svo afdrifaríkri ákvörðun leitar hugur minn til þeirra eigin launa. Þetta eru þeir einstaklingar sem hafa talað mikið og opinskátt um sjálftöku launa og þá sem sitja við stjórnvölinn á ofurlaunum. Ætla forkólfar verkalýðshreyfingarinnar að lækka eigin laun, það er spurning sem margir velta fyrir sér og einnig það hvað eru sanngjörn laun til þessara manna.

Launakjör forkólfanna eiga að vera í gegnsæ eins og launakjör annarra eins og þeir hafa sjálfir margbent á. Formaður þess félags sem ég þarf að greiða til þiggur rúmlega þreföld byrjunarlaun þeirra sem hann gætir hagsmuna fyrir. Innifalið er bílastyrkur og ekki greidd sérstök yfirvinna en önnur hlunnindi eru undanskilin. Persónulega finnst mér vera of vel gefið í, en það eru ábyggilega margir sem þiggja fimm til sjöföld laun skjólstæðinga sinna. Hvað réttlætir ofurlaun forkólfa verkalýðsins?

Ég beið og bíð enn eftir að einhver forkólfanna stígi fram á sjónarsviðið og segi að það sé ekki ástæða til að hafa margföld laun á við félagsmenn, en hingað til hef ég ekki rekist á neinn. Má vera að mér hafi yfirsést það og þá sjálfsagt að biðja velvirðingar á því.


mbl.is Hitafundur um kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband