29.1.2009 | 09:24
Haltu mér, slepptu mér
Það kemur á óvart að Ögmundur skuli einungis draga sig til hlés. Hann hefur að mínu mati fulla ástæðu til að segja af sér sem formaður bandalagsins, þó fyrr hefði verið. Mér er óskiljanlegt hvernig menn sem sitja á hinu háa Alþingi geti gengt veigamiklu starfi samsíða fullu þingmannastarfi. Að mínu mati er verið að kasta rýrð á annað hvort starfið. Menn velta því eflaust upp hvort nauðsynlegt sé að hafa formann í fullu starfi hjá BSRB þegar sýnt hefur verið fram á að svo þurfi ekki, í svo mörg ár sem raun ber vitni. Vinna kannski aðrir störf formannsins, spyrjum okkur að því.
Ögmundur dregur sig í hlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ögmundur er í launalausi starfi hja BSRB
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:50
Þekki það að Ögmundur vinnur að mestu launalaust hjá bandalaginu, enda hafa launagreiðslur ekkert með málið að gera.
Það að geta sinnt tveim veigamiklum störfum á sama tíma er málið að mínu mati. Annað starfið hlýtur að mega missa sín eða stór hluti þess. Málsvari bandalagsins hefur veikst eftir að formaður þess tók að sér þingmennsku, sem eðlilegt er því erfitt er að vera málsvari tveggja ólíkra geira og línan á milli hárfín.
Hér er ekki verið að kasta rýrð á persónuna og ber að halda trausti, vingjarnleika og heiðarleika utan við málið, þetta snýst um að gegna tveimur störfum sem krefjast vinnukrafts eins einstaklings. Þó svo að aðrir hafi gert það áður réttlætir ekkert slíkt í dag, þróun þarf að eiga sér stað.
Helga Dögg (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:18
Nákvæmlega Helga Dögg, svo er spurningin hvort starfið á hug hans allan, þingmennskan eða formennskan, það gengur ekki upp að þingmenn séu í vinnu annarstaðar því maður hefði haldið að það að starfa sem þingmaður þyrfti alla einbeitingu, starfsorku og sinna sinni sannfæringu til að vinna fyrir fólkið sem kaus hann á þing.
Nýi Jón Jónsson ehf, 29.1.2009 kl. 10:36
Auðvitað Sveinn, annað kemur ekki til mála !
Nýi Jón Jónsson ehf, 29.1.2009 kl. 10:51
ég var ekki meðvituð um að þú værir með moggablogg. Það er þá fundið.
Eitt skal yfir alla ganga enda segir Helga ekkert um það að þeir sem Sveinn nefndi hafi verið í öðruvísi aðstæðum, en greinin hér á mbl.is fjallar bara ekkert um þá og þessvegna nefndi hún þá ekki.
Ester Ösp (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:55
Sveinn og aðrir: þetta er ekki það sama og að vera í stjórn fyrirtækja því þar ertu kosinn í stjórn af hluthöfum og fer atkvæðamagn eftir eignarhlut (ólýðræðislegt). Ögmundur aftur á móti hefur verið kosinn aftur og aftur af öllum félagsmönnum (lýðræðislegt) svo væntanlega eru þeir þá ánægðir með hans störf, árangur og annað því um líkt. Þeir telja því að hann vinni sitt starf vel og það sama er að segja um fylgismenn VG fyrst þeir kjósa hann aftur og aftur. Svona vinnur lýðræðið einfaldlega.
Torfi Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:33
Sæll Torfi.
Ekki er þetta alveg rétt hjá þér með kosningu formanns, því í lögum bandalagsins segir um verksvið þingsins:Kjósa skal formann, 1. og 2. varaformann, gjaldkera og ritara hvern fyrir sig. Þeir myndi framkvæmdanefnd, sem starfi í umboði stjórnar, með öðrum þeim sem aðalfundur ákveður hverju sinni að skipi nefndina.
Á þinginu sitja innan við 300 félagsmenn bandalagsins...
Helga Dögg (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.