10.6.2008 | 09:03
Félagsmenn fylgist með
Ekki blæs byrlega um KÍ þegar slíkar fréttir heyrast. Eftirlitsskylda félagsmanna hvar er hún og því kemur Eiríkur fram við félagsmann eins og hann eigi félagið. Hvar er ábyrgð stjórnarmanna, eiga þeir ekki að setja fram athugasemdir. Að sitja í stjórn er ekki áhyggjulaus heiður heldur starf sem stjórnarmönnum ber að vinna. Stéttarfélag er ekki eign ákveðinni einstaklinga sem þó í skjóli langrar setu telja stundum svo vera og haga sér samkvæmt því. Best væri að málið yrði skoðað ofan í kjölinn, því svona framkoma af hálfu formanns kallar á frekari skoðun að mínu mati. Er víðar pottur brotinn innan félagsins, spyr sá sem ekki veit.
Fengu greiddar háar upphæðir úr sjóðum KÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.