28.5.2008 | 09:56
Búningur er það nóg...
Mörgum ungum mönnum finnst flott að skarta búning og hvað þá búning lögreglunnar. Vandasamt er þó að klæðast slíkum búning því honum fylgir ábyrgð og starf sem einstaklingur á að inna af hendi. Búningurinn gefur engum vald til að brjójta lög, ganga í skrokk á fólki eða sýna samborgurum vanvirðingu, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir.
Það er von mín að lögreglan sjái til þess að atvikið verði notað innan lögreglunnar til að kenna þeim t.d. sem voru viðstaddir hvernig eigi ekki að bregðast við máli af þessum toga. Hér er skólabókardæmi um skapofsa sem embættismenn verða að hemja við störf sín og því gott sýnimyndband til að nota í kennslu fyrir lögreglunema.
Brjálaðist allt í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eitthvað minnir þetta mig á málið við rauðavatn (eggjakast og "gas!, gas!, gas!") þar sem að sögn einhverra (sem ég veit ekki hvort hafi verið réttar eða ekki) var að lögreglan stöðvaði vörubílstjóra við að færa bílin sinn svo að gatan opnaðist.
kanski ráða fleirri löggur svo að þær geti ráðist á ungt fólk sem tekur síman sinn uppúr vasanum?
noname (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.