1.5.2008 | 11:00
Valdboð notað...
Þá hafa hjúkrunarfræðingar náð sínu fram með sömu aðferð og þeir gagnrýndu stjórn spítalans fyrir, með valdi. Aðferðirnar eru í engu frábrugðnar og miður sú aðferð sem gangrýnd er af starfsmönnum skuli notuð til að þvinga sínar eigin skoðanir fram.
Geislafræðingar, tek hattinn ofan fyrir þeim, það var þó samningsvilji í þeim og þeir taka málið af meiri skynsemi. Hjúkrunarfræðingar hafa sett niður við þennan gjörning og hafa sett sig í sama bás og yfirmenn sínir.
Stéttir landsins sem hafa líf og limi einstaklinga í húfi hafa að mínu mati meiri siðferðislega skyldu en þeir sem hafa það ekki. Að nota aumt ástand einstaklinga á þennan hátt hefur mér aldrei líkað. Sem betur fer er skoðanamunur milli manna og það ber að virða hverja skoðun, því engin þeirra er rétthærri en hin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.