Sama barátta, uppsögn og trukkar !

Nú ljúka margir hjúkrunarfræðingar störfum á svæfinga- og skurðdeild Lsp-Háskólasjúkrahúss, síðasti vinnudagur þeirra er í dag. Þegar litið er á baráttumál þeirra og vörubílstjóra má sjá að um sömu málefni er verið að deilda. Vinnutímatilskipun ES og launakjör. Einhverra hluta vegna virðast hjúkrunarfræðingar fá meiri samúð í sinni deilu og má kannski rekja til þess að mannslíf eru í húfi. Barátta einstaklinganna er þó sú sama fyrir báða aðila, um lífsviðurværi er að ræða og vinnutíma.

Í Kastljósþætti í gærkvöldi sátu tveir hjúkrunarfræðingar fyrir svörum og voru langt í frá trúverðugir. Þeir héldu og töldu. Ekki var um neitt ákveðið að ræða í þeirra svörum og þeim vafðist tunga um tönn þegar þeir voru beðnir um að taka dæmi um það sem þeir fullyrtu um.

Það er gott að hægt sé að leita til annarra stofnanna á meðan ástandið á Lsp varir, en sjúkrahús á landsbyggðinni fá nú að njóta sín, með því færa starfsfólki sem þar starfar. Og kannski nýtingin rjúki nú upp úr öllu valdi. Skurðlæknar eru sem betur fer hreyfanlegir og einstaklingar sem þurfa í aðgerð, en fram hefur komið að bráðaaðgerðum verður sinnt og er það vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband