29.4.2008 | 11:13
Gróðursetja að nýju
Hreint ótrúlegt að brennuvargar skuli með þessu hætti og einbeittum vilja eyðileggja margra ára starf og fallegan gróður. Þegar næst í skottið á sökudólgum væri ástæða til að skoða að þeir ynnu á komandi árum við gróðursetningu á plöntum sem viðurlög. Að finna á eigin skinni er oft lærdómríkt.
Fyrir utan að eyðileggja svo mikið sem raun ber vitni þá eru sökudólgarnir að eyða tíma slökkviliðsmanna sem geta nýtt tíma sinn mun betur en að slökkva sinuelda. Fer ekki út í kostnað slíks útkalls, enda erfitt að ræða það.
Tjón upp á 10 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tjón uppá 10 millur = láta þá borga 10 millur! ég þori að veðja öllu lauslegu að þessir krakkabjánar munu ganga refsilausir frá þessu og gorta sig af þessu næstu árin... það væri annað ef þeir væru stórskuldugir til þrítugs eða svo......
Theodór (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:40
Hugmyndin um að láta þessa brennuvarga vinna að skógrækt er góðra gjalda verð. Hins vegar er ljóst að þeir verða fyrst að gangast gegnum sálfræðilega rannsókn hvort þeir séu líklegir að geta gert eitthvert gagn í skógræktarstörfum. Oft er nefnilega reynsla margra þeirra sem vinna að skógrækt að sumir vinna með hangandi hendi yfir þessu og sjá engan tilgang. Því miður virðist hugsanaleysið að valda öðrum tjóni vera þeim ofar í huga. Þarf ekki fyrst að beita einhvers konar aðhlynningu að þessum afvegaleiddu vandræðamönnum sem skilja eftir sig þessa miklu eyðileggingu? Við skulum einnig minnast þess að það voru bæjaryfirvöld í Kópavogi sem ollu mjög miklu tjóni í skóglendi Heiðmarkar án þess að unnt væri að koma lögum yfir þá bíræfni.
Eina ráðið er kannski að setja svona vandræðagemlinga í járnbúrið hans Kristjáns Albertssonar meðan þeir eru að átta sig á málunum, sjá færslu mína: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/523501/
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2008 kl. 12:04
Vill bara benda fólki á að þótt sina og svoleiðis brenni þá kemur upp gróður aftur þegar það hlýnar, veit ekki hversu illa trén hafa farið en grös og þessháttar ná sér mjög fljótt á strik aftur og af meiri krafti en ef bruninn hefði ekki átt sér stað
Stefán (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.