Rólegheit og samið

Um nýlundu virðist að ræða í kjarasamningagerð. Þessir samningur fór hægt um og þarf ekki að vera verri fyrir vikið, nema síður sé. Nú á eftir að sjá hvernig kennurum líkar hinn nýgerði samningur.

Ljóst er að kennarar nutu ekki sömu kjara og leikskólakennarar þrátt fyrir sömu menntun og að margra mati meiri ábyrgð. Byggjast þau rök á barnagildum og fermetrafjölda, því eftir því sem börn eldast breytast útreikningur. Kennari getur haft 20 börn og fleiri á færri fermetrum en reiknað er í leikskóla. Það má deilda um það hvað sé rangt og rétt, en svona er þetta í dag.

Margir kjarasamningar eiga eftr að líta dagsins ljós á komandi mánuðum, því spyr maður hvort vinnubrögð samningsaðila verði á sömu nótum og hjá LN og FG. Ekki er öllum gefið að fara yfirvegað í málin og fer það ábyggilega eftir forkólfum verkalýðsfélaga hverju sinni hvernig gengur.


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byrjunarlaun kennara verða eftir fyrstu hækkun 210.000 krónur. Er það boðlegt stétt sem hefur að baki a.m.k. þriggja ára háskólanám?

Einstætt foreldri skrimtir ekki af þessum launum. Margir kennarar eru í tveimur til þremur störfum til þess að ná endum saman.

Þetta er slæmur samningur og engum til sóma - allra síst Launanefnd sveitarfélaganna sem ætla sér að halda kennurum niðri. Þessi samningur staðfestir það!

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Tek undir það Gylfi, þetta er slæmur samningur og engum til sóma.

Rósa Harðardóttir, 28.4.2008 kl. 22:46

3 identicon

Verð nú aðeins að fá að leiðrétta þig Gylfi minn þar sem þú ert ansi duglegur að að koma með neikvæðar athugasemdir.

Byrjunarlaun kennara (lægsta mögulega þrep) eru FYRIR fyrstu hækkun um 211.000 krónur. Eftir fyrstu hækkun eru þau laun um 236.000 krónur. 1. janúar 2009 eru þessi laun komin upp í u.þ.b 265.000 krónur.

Ég er samt ekki með þessu að segja að þessi laun séu góð en samt um að gera að vera með réttar tölur áður en fara af stað með neikvæðina.

Svo verða menn að hafa í huga að þetta er leiðréttingarsamningur til eins árs til að koma kennurum á sama stað og aðrar háskólamenntaðar stéttir. Þetta er Því aðeins fyrsta skrefið að mörgum til að kennarar fái mannsæmandi laun. En nú er fyrsta skrefið búið, lagt hefur verið af stað og vonandi verða góðar fréttir þegar við komum að leiðarenda.

Oft er gott að einblína ekki bara á neikvæðu hlutina heldur að reyna að skoða allar hliðar málsins og dæma svo. Gott er að hafa jákvæðina að leiðarljósi

Rúnar Þór Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband