29.3.2008 | 15:03
Skoða eigin rann
Á stundum virðast lögreglumenn ráðþrota yfir þeim sem eru í yfirheyrslu eins og orð unga mannsins bera vitni um. Fagmennska verður að vera í fyrirrúmi hjá langanna vörðum og við hljótum að krefjast þess. Að hóta í yfirheyrslu er brot á reglum um fanga í gæsluvarðhaldi og ég spyr eru slíkar yfirheyrslur ekki teknar upp til að koma í veg fyrir að sá sem í yfirheyrslunni er fari með rangt mál og að lögreglan geti ekki notað hótanir sem aðferð. Það er ekki traustvekjandi að heyra að piltur sér hræddari við þá sem eiga að aðstoða en þann sem brýtur af sér...umhugsunarvert ef satt er.
![]() |
Lögreglan sakaði son sjoppueiganda um rán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já það er alltaf slæmt þegar fólk segir okkur frá svona svaðilförum.
Ég þekki mann sem þekkti mann sem sgði sögu af því að löggan hefði verið vond. Þetta á bara ekki að geta viðgengis, er það nokkuð?
Auðvitað getur strákurinn ekki verið að ýkja, fara með rangt mál eða verið tengdur þeim sem rændu sjoppuna. Það getur ekki verið.
Hallur (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 15:45
Skondið að þeir sem eru með ærumeiðingar í garð piltsins skuli ekki vera skráðir notendur og þar með illrekjanlegir.
Jóhann, 29.3.2008 kl. 16:31
Þótt að þeir hafi grunað drenginn réttlætir það ekki því andlega ofbeldi sem hótanir eru, menn eiga bara að leggja spilin á borðið og segja honum hvað þá gruna. Þið mynduð verða hissa hvað er hægt að ná miklum árangri í yfirheyrslum án þess að hækka röddina um eitt einasta desibel.
Löggan má yfirheyra hann en hótanir, nei takk. Mynduð þið sætta ykkur við það?
Skaz, 29.3.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.