Skólar í Álasundi flagga ekki trans fánanum- samkvæmt bæjarstjóra

Mikið er ánægjulegt að lesa um bæjarstjóra sem virðir alla bæjarbúa. Eins og alþjóð veit er trans- fáninn fyrir hinsegin fólk, ekki hina, ekki homma, ekki lesbíur. Hefur ekkert með fjölbreytileikann að gera eins og skólastjórar og bæjarfulltrúar halda fram. Skilaboð til barna um að þau séu ekki nógu góð eins og þau eru.

Í Noregi eru er haldið upp á  gleðidaga (Pride), í júní. Þá hafa skólar flaggað trans fánanum en nú verður breyting á í Álasundi.

Skólastjórar fengu póst og í honum stendur, ,, "Skólar eiga að vera fyrir alla nemendur og unnið er að námi án aðgreiningar og fjölbreytileika alla daga allt árið. Að beiðni nokkurra hefur sveitarstjóri ákveðið að engum fánum verði flaggað við skólana í Álasundi í tengslum við gleðidagana (Pride) í ár. Flaggað verður við ráðhúsið og í miðborginni. Viðeigandi aðilar hafa fengið tilkynningu um ákvörðunina." Flaggað verður í ráðhúsinu fyrir þennan hóp. Hér má lesa um málið.

Þingmaðurinn Anette Trettenbergstuden bregst hart við og bendir á að fáninn sé merki fjölbreytileikans. Grundvallar mannréttindi. Bloggari er ekki sammála henni. Fáninn hefur ekkert með fjölbreytileikann að gera, hér er verið að flagga því að börn séu öðruvísi og við eigum að taka eftir þeim. Bæjar- eða landsfáninn er fyrir mannskapinn í hverjum skóla og bæjarfélag.

Blessuð börnin dregin í dilka sem skólafólk öllu jöfnu forðast með skólastefnunni ,,Skóli án aðgreiningar.“ Þegar börnum sem líður illa í eigin skinni eru annars vegar hugsar skólafólk öðruvísi, við skulum gefa öllum til kynna að þau eru ekki eins og við hin og hömpum því.

Hér má lesa stuðning stjórnmálamanns á þingi Norðmanna við ákvörðun bæjarstjórans í Álasundi. Hún segir eins og satt er að engin vísindi séu á bak við það sem Pride stendur fyrir. Hinsegin hreyfingin stendur fyrir að telja fólk trú um að maður geti skipt um kyn, stenst engin vísindaleg rök segir Jenny Klinge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Like örin=kann að meta,var tekin af mér fyrir löngu,mundi svo oft nota hana ef get engu bætt við góða grein.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2024 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband