Arnar þór næsti forseti Íslands

Í þessu viðtali fjalla hjónin um þá þöggun sem hefur ríkt í samfélaginu. Hrafnhildur talar um að fólk þori hvorki að setja þumalinn upp né hjarta á færslur þó þeim hugnist það. Fólk óttast viðbrögð annarra.

Málflutningur Arnar hugnast mörgum. Hann talar um tjáningarfrelsið sem er mikilvægt í hverju samfélagi. Arnar hefur talað um málskotsréttinn sem er hverri þjóð mikilvægur ventill. Arnar hefur talað um að sá réttur verður ekki notaður í tíma og ótíma, en notaður sé þess þörf.

Einn sagði í athugasemdarkerfinu: ,, Forseti íslands stóð með Bretum í þorskastríðinu sem fræðimaður, þeir sem geta ekki staðið með fámennri þjóð í stríði við stórþjóðir um auðlindir eins og landhelgi, víðáttur, vatn, orku og aðrar nauðsynjar ættu að vera à eigin framfæri.“ Arnar Þór er ekki feiminn að láta það í ljós að hann standi með þjóðinni þegar þessir málaflokkar eru annars vegar.

Einar Scheving segir réttilega, ,, Í guðanna bænum ekki láta illgirni fárra einstaklinga hafa áhrif á skoðanir ykkar á Arnari eða í raun hverjum öðrum. Ef fólk vill puntudúkku á Bessastaði, þá er best að leita annað, en ef fólk vill að Forseti geti veitt spilltum ríkisstjórnum aðhald í veigamiklum málum - ekki síst varðandi afsal ákvarðana til keyptra alþjóðastofnanna - þá er Arnar góður kostur.“ Ótrúlegt að sjá fámennan hóp reyna að rýra mannorð og skoðanir Arnars Þórs.

Hér má hlusta á brot úr kappræðum á Stöð 2 þar sem Arnar stóð sig vel.

Treystum Arnari Þór, kjósum hann á Bessastaði fyrir land og þjóð. Hér má lesa um framboðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talar fallega en.....hagar sér eins og málfrelsi sé of mikið og lýðræðið best varið með því að gera Alþingi að lepp forseta. Málflutningur sem bendir sterklega til að honum hugnast best að vera einræðisherra. Spurningin er þá bara hvort fólk vilji einræðisherra á Bessastaði. Sjálfsagt vilja það einhverjir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.5.2024 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband