27.1.2024 | 08:42
Múslímskur læknir stóð fyrir herferð gegn gyðingum í frítíma sínum- yfirvöld fengu nóg
Wahid Asif Shaida hefur starfað sem læknir í Harrow í Bretlandi í 20 ár.
Í október fór illa. Hann var afhjúpaður undir nafninu Abdul Wahid sem leiðtogi í bókstafstrúarsamtökunum Hizb ut Tahrir í Bretlandi. Í gegnum samtökin stuðlaði hann að andúð í garð gyðinga og viðhorfum gegn þeim.
Í mótmælum hefur hann fagnað að hryðjuverkum Hamas sem drap 1400 gyðinga, menn, konur og börn þann 7. október. Hann hefur líka tekið þátt í að hvetja til ,,jihad í mótmælunum.
Sjúklingar hans eru í áfalli og höfðu ekki hugmynd um að læknirinn þeirra lifði tvöföldu lífi en hann er vel máli farið og er menntaður læknir úr einkaskóla, segir DailyMail.
Samtökin Hizb-ut-Tahrir
Samtökin vöktu gremju því félagsmenn stóðu og hrópuðu ,,jihad í mótmælunum fyrir framan egypska og tyrkneska sendiráðin í London og hvöttu ,,múslíma heri til að ráðast á Ísrael.
Samkvæmt blaðinu sagði Wahid við mótmælin ,,Sigurinn er á leiðinni og allir eiga að taka afstöðu. Hvoru megin ert þú?
Eftir mótmælin fór Wahid aftur til vinnu á heilsugæslunnu þar sem hann vinnur, það olli áhyggjum hjá hluta sjúklinga hans.
En þetta er yfirstaðið. Wahid Asif Shaida var rekinn úr vinnu. Búið er að banna samtökin Hizb ut-Tahrir er í Bretlandi. En af hverju voru bresk stjórnvöld svona lengi um að taka ákvörðunina? Svarið er sennilega: Stjórnvöld í Bretlandi skríða fyrir rótækum múslímum af hræðslu við að vera sakaðir um ,,fóbíu fyrir íslam.
Hizb ut-Tahrir er ekki bannað í Danmörku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.