25.1.2024 | 09:48
Slagorðið ,,Frjáls Palestína" eyðum Ísrael af landakortinu!
Þetta átti að vera falleg og hátíðarleg guðsþjónusta fyrir nýja konungsparið í Danmörku, en var misnotuð fyrir pólitískan áróður fyrir Palestínu.
Nýja konungsparið í Danmörku, Friðrik konungur og Mary drottning, var fagnað s.l. sunnudag með hátíðarguðsþjónustu í dómkirkjunni í Árósum. Það var allt í samræmi við hefðirnar sem Danir þekkja. Margir hlökkuð til athafnarinnar með konungshjónin í aðalhlutverki.
En því miður var svartur blettur settur á athöfnina.
Athöfnin var ekki aðeins til heiðurs konungshjónunum heldur líka þeim grunngildum sem danskt samfélag og danska konungsfjölskyldan byggir á.
Tveimur imams (maður sem leiðir guðþjónustu í mosku) var boðin þátttaka. Sennilega gert vegna hugmynda konungshjónanna eða annarra skipuleggjenda um að viðburðurinn ætti að vera merki um hreinskilni og fjölbreytileika.
Séð með augum stjórnmálanna virðist rétt að bjóða þeim, en það er ekki sérstaklega augljóst af hverju múslímskum imamum ætti að vera boðið til athafnar fyrir dönsku konungshjónin. Þessi góði ásetningur um hreinskilni og fjölbreytileika skilaði vægast sagt ekki góðum gjörningi og alls ekki í samræmi við danska hefð.
Á mynd hér neðar má sjá imans frá þessari hátíðlegu stund. Hann misnotaði hátíðlegan atburð til að flytja áróður í formi skilaboða, sérstaklega flutt af íslömskum hópum, sem vilja þurrka Ísrael af landakortinu. Þessi maður heitir Siad Dahir Ali var með trefil sem á stóð ,,Frjáls Palestína.
Boðskapurinn er almennt slagorð meðal múslíma sem eru andvígir Ísraelum í Mið-austurlöndum. Sérstaklega núna þegar ástandið er svona. Slagorðið ,,Frjáls Palestína, er víðfeðmt en segir samt hvaða pólitísku kröfur maður sendir.
Fyrir hvern þann sem fylgist með þróuninni í Mið-austurlöndum er enginn í vafa um hvað boðskapurinn þýðir. Í athöfninni misnotaði múslímskur gestur hana fyrir áróður í pólitísku máli sem er mjög umdeilt.
Útrýma á Ísraela frá landakortinu
,,Frjáls Palestína er sami boðskaður og ,,Frá ánni til sjávar. Það þýðir að útrýma eigi Ísrael frá landakortinu.
Textinn á tefli imamens tók afstöðu með pólitísku afli sem vinnur fyrir múslímsk öfl og átakanna við Ísrael. Maður ætti frekar að segja: Hvernig dettur honum í hug að ræna fallegri danskri athöfn til að sýna þessa pólitísku afstöðu?
Jim Lyngvis er einn þeirra sem sá misnotkun mannsins. Hann vakti athygli á því að imamen söng heldur ekki með í þeim sálmum sem sungnir voru við hátíðar guðþjónustuna þar sem hann var gestur. Það hefði hann átt að gera eins og allir aðrir. Virðingavottur við konungshjónin.
Danir létu í sér heyra á samfélagsmiðlum um málið, allt í sömu átt. Við skrifum þetta sem fólk sem hefur miklar áhyggjur af því hvernig eigi að koma á friði í Miðausturlöndum. Við höfum tekið þátt í pólitískum umræðum um málið. Okkur finnst það algjörlega óviðeigandi að fulltrúi róttækra íslam ræni hátíðarathöfn fyrir dönsku konungshjónin í pólitískum tilgangi.
Skipuleggjendur hefðu átt að átta sig á vandanum. Þetta var viðburður þar sem menn áttu að tryggja að svona pólitísk misnotkun í þágu Palestínu geti ekki átt sér stað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.