7.5.2023 | 08:33
Félag einhverfra og fölsku vandamálin
,,Hver mun líða mest og lengst ef börnin fá ekki læknisfræðilega meðhöndlun spyr Danska regnbogaráðið.
Samkvæmt formanni einhverfusamtakana í Danaveldi er erfitt að meta hvort betra sé að meðhöndla of fá eða of mörg börn þegar kemur að kynskiptiaðgerðum: ,,það mun einhver gjalda alveg sama hvað maður velur sagði hann í viðtalið við fjölmiðil. En reikningsdæmið gengur bara ekki upp.
Rökin að fórnarkostnaðurinn sé sami við að meðhöndla EKKI börn með lyfjum og að að gefa þeim lyf, halda ekki.
Skoðið vinsamlegast eftirfarandi:
- Fórnarkostnaður við að gefa EKKI lyf vegna kynáttunar áður en kynþroskaskeiði lýkur, er sálrænt og varir í ákveðinn tíma þar til barnið hefur náð þroska og getur farið í meðferð, ef vandinn er til staðar eftir kynþroskann. Fórnarkostnaðinn á að meðhöndla á annan hátt þar til kynþroskanum er náð.
- Fórnarkostnaðurinn við að meðhöndla börn með lyfjagjöfum vegna kynáttunarvanda er líkamlegur og óafturkræfur og veldur m.a. beinþynningu, auknar líkur á krabbameini, útlit sem samræmist ekki eigin kyni, vöntun eða vanskapnaður á kynfærum, brjóst vantar, vangeta til að fá fullnægingu og ófrjósemi.
- Þessi fórnarkostnaður er fyrir lífstíð.
Það er á engan hátt sama áhætta fyrir börn að vera meðhöndluð eða ekki. Kostnaðurinn er mun meiri að meðhöndla börn læknisfræðilega vegna kynáttunarvanda.
Það ætti hver maður að skilja, líka formaður einhverfufélagsins sem ætti að passa betur upp á félagsmenn sína með því að setja sig inn í málin og nota einfalda rökfræði eins og að ofan greinir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.