17.12.2022 | 13:21
Á mánudag eru tímamót í dómskerfinu
Þá á að dæma hvort faðir fái lögheimili barna sinna með bráðabrigðaúrskurði. Móðir hefur neitað í rúm tvö ár að flytja lögheimilið þó börnin búi hjá honum. Móðir hefur þegið meðlag frá föður, sem sér fyrir börnunum, barnabætur og annað sem ríkið greiðir einstæðu foreldri. Sem öryrki hefur móðir fengið tvöfalt meðlag frá Tryggingastofnun sem vissi að börnin væru ekki hjá henni. Hann hefur gengið milli stofnana, barnaverndar, sveitarfélaga, ENGINN getur gert nokkuð. Hann er með sameiginlega forsjá og börnin vilja búa hjá föður. SAMT, enginn lausn. Móðir segir nei og þar við situr. Fara þarf dómsleiðina sem hefur tekið marga mánuði. Á mánudag eru tímamót.
Kerfið virkar ekki betur en þetta þrátt fyrir lofræður ráðherra barnamála um að allt sé á betri veg fyrir börn. Nei Ásmundur Daði, langt í land fyrir þau börn sem þurfa virkilega á úrræðum að halda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.