Get tekið undir með Eldi Deville

þegar hann talar um málefni transbarna. Rannsóknir vantar. Tilraunastarfssemi með börn er í gangi. Vissulega eru börn inn á milli sem upplifa sig í röngu kyni og þeim þarf að hjálpa með góðri sálfræðiþjónustu yfir lengri tíma, ekki grípa til lyfja án þess. Alveg þess virði að lesa það sem Eldur hefur að segja.

Leyfi Eldi Deville að halda áfram.

„Og það eru einmitt þær rannsóknir sem hafa líka gert það að verkum að það er farið að horfa til þess að nota þessi lyf alls ekki. Svo má líka nefna það að börn sem fara á þessi lyf of snemma og þá sérstaklega börn sem eru karlkyns þá hindrar þetta náttúrlega allan líkamlegan kynþroska og til þess að breyta kynfærum þessara drengja síðar meir þá þarf náttúrlega að vera til nógu mikil húð og efniviður í þessar breytingar. Og það gefur náttúrlega auga leið að ef þú ert að stöðva líkamlegan þroska drengs þá vex fólk ekki á eðlilegan máta þar sem þeir myndu þurfa til þess að þessar breytingar gætu verið vel lukkaðar. Það eru mörg dæmi til um slíkt.“

 

,,Í Bretlandi eru fjölmörg dæmi um það að fólk hafi fengið þessi lyf strax og jafnvel krosshormón; það er þegar karlkyns einstaklingur fær estrogen og öfugt. Testósterón er náttúrlega súper sterkt og það er ekkert sem þú leikur þér að. Breytingarnar á konum gerast mjög hratt þegar þær fara á testósterón; bæði dýpkar röddin og hárvöxtur eykst og þessir hlutir eru óafturkræfir. Ég þekki nokkrar konur sem hafa farið einmitt í testósterón-meðferðir mjög ungar. Strax 18 ára. Ein góð vinkona mín er 22 ára og hún uppgötvaði svo að hún væri ekki trans. Hún hafði lent í trauma, var einhverf og glímdi við ýmis önnur vandamál. Hún mun aldrei fá sína kvenlegu rödd aftur og hún þarf að fara í leisermeðferð til þess að losna við skeggvöxt. Hún mun alltaf hafa djúpa karlmannsrödd en líta út eins og venjuleg kona.“

Umfjöllunin í Mannlifi er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband