16.8.2022 | 19:18
Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður
og núverandi forseti borgarstjórnar er fljótur að skipta um gír. Áður spurði hann spurninga sem hann er krafinn svara við nú, s.s. leikskólapláss í höfuðstaðnum. Hann svarar eins og stjórnmálamaður, sem sagt, segir helling en lítið innihald. Að venju láta fréttamenn svona hjal duga.
Einar hvetur fólk til að sækja um á leikskólum í vetur, þar sem frábært starf. Honum láðist að segja að borgin borgi illa, því þeir meta störf leikskólastarfsmanna ekki að verðleikum.
Mönnunarvandinn myndi án efa leysast ef launakjör bötnuðu. Vinnuumhverfi starfsmanna leikskóla er víða slæmt. Mygla. Stórt vandamál. Borgin reynir að taka á vandanum.
Ganga má út frá að enginn leikskóli sé fullmannaður í vetur. Afleiðing, færri leikskólapláss.
Greiðslur til foreldra til að vera heima með barni hjálpar ekki atvinnulífinu. Víða þarf þetta fólk til vinnu og þá þarf þjónusta leikskólanna að vera til staðar. Hálfan eða allan daginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.