Fjölgun útlendinga, fleiri trúarbrögð

Með fjölgun útlendinga í landinu eykst flóra trúarbragða og siðfélaga sem eru nú þegar um 50. Ekki eru allir á þeirri skoðun að samkynhneigð eða aðrar kynhneigðir sé möguleiki. Því miður. Menningarheimar skarast.

Öllum er frjálst að búa í landinu. Öllum er frjálst að hafa skoðun. Öllum er frjálst að tjá hana (upp að vissu marki reyndar, ríkið passar suma meira en aðra). Vandinn getur aukist þegar menningarheimar, sem eru eins og svart og hvítt, mætast. Það sjáum við með áletruninni á fánanum.

Á einn hópur frekar rétt á sér en annar? Umburðarlyndið virðist af skornum skammti hjá mögum minnihlutahópum gagnvart þeim sem eru ekki á sömu skoðun og þeir. Eða fylgja sömu trú. Eiga bara ein trúarbrögð rétt á sér? Á bara ein skoðun rétt á sér?

Þeir sem eru ekki fylgjandi samkynhneigð eða öðrum kynhneigðum ættu að koma skoðunum sínum eða trú á framfæri á annan hátt. Ljóst að ræða þarf við börn um að málefnið. Einn af möguleikum lífsins, trú sem fer ekki saman við lýðræði íslensku þjóðarinnar. Meira að segja margir kristnir samþykkja ekki það sem regnbogafáninn boðar. 

Á að taka tillit til allra? Í íslensku samfélagi segjum við já.


mbl.is Aftur krotað á regnbogafánann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband