Katrín hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi

segir hún þjóðinni. Gerir hún eitthvað í málinu. Nei ekki frekar en hingað til. Sjávarútvegurinn fær að græða á tá og fingri án þess að ríkið geri tilkall til þjóðareignarinnar, fisksins. Þegar selja á útvegsfyrirtæki á fiskurinn ekki að fylgja með, fyrirtækin hafa grætt nóg í gegnum tíðina. Kvótinn á að fara aftur til ríkisins og þannig endurúthluta honum. 

Katrín hefur haft tækifæri til að sýna hvað hún ætlar með þjóðareignina. Hún gerir nákvæmlega ekkert. Jú fyrirgefið þið- HÚN TALAR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það undarlega við þennan mikla gróða er að þegar hann er borinn saman við gróða annarra greina þá er hann frekar lítill. Þess vegna eru fjölskyldufyrirtæki seld þegar sá sem rak fyrirtækið af hugsjón fellur frá. Það borgar sig að fjárfesta í banka, flutningafyrirtæki, tryggingafélagi, ísbúð eða leiguíbúðum frekar en útgerð. Jafnvel ríkisskuldabréf gefa betri ávöxtun. Og ekki hefur almenningur áhuga á að fjárfesta í útgerð, hlutabréfavelta þeirra útgerða sem eru á markaði sýnir það.

Vagn (IP-tala skráð) 13.7.2022 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband