Spretthóp fyrir tálmuð börn

Þorgerður Katrín og Daði Már óska eftir spretthópi um loftlagsmál. Börnin sitja hins vegar á hakanum.  

Ég óska eftir spretthópi ríkisvaldsins til að taka á málefnum barna sem búa við tálmun án ástæðu og foreldra þeirra. Tálmun og foreldraútilokun hefur veruleg áhrif á andlega líðan barns og það bíður þess aldrei bætur. 

Óska eftir spretthóp frá barnamálaráðherra sem tekur á meðlagsgreiðslum foreldris sem er með börnin sín en borgar meðlag. Fær engar barnabætur,lögheimilisforeldrið fær það. Kerfið svo galið að enginn getur stoppað foreldri sem neitar að flytja lögheimili barna sinni þó þau búi ekki hjá því. Þarf dómsmál til sem tekur langan tíma. 

Spretthópur um landbúnað vann hratt og vel. Af hverju getur slíkur ekki hópur skilað af sér niðurstöðu fyrir börn sem beitt eru ofbeldi. 

Stjórnvöldum er í reynd ekki umhugað að koma tálmuðum börnum til hjálpar, telja málaflokkinn í lagi eins og er. Foreldri leyft að beita barn ofbeldi í formi tálmunar. Skrítin afstaða stjórnvalda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband