Metoo róttæklingar eru hryðjuverkamenn

segir danski rithöfundurinn Marianna Stidsen sem gaf út bók sem vert er að lesa. Bókin fer á náttborðið hjá mér þegar ég hef komist yfir hana. Las áhugaverð grein, á norsku, um útgáfu bókarinnar o.fl. Það reyndist þrautin þyngri að fá útgefanda, sem betur fer tókst það. Við þurfum jafnvægi við þann sjálftökurétt sem Metoo-hreyfingin hefur tekið sér og því fagna ég bók sem þessari. Reglan er að þeir sem þegja ekki og eru ekki sammála róttæklingunum fá orð í eyra opinberlega, er úthýst úr fjölmiðlum og reynt að sverta það fólk með öllum tiltækum ráðum. Sama aðferð á öllum Norðurlöndunum. Ægivaldið sem þessir róttæklingar hafa tekið sér er skelfilegt. Höfundur bókarinnar er ekki undanskilin.

Bókin heitir: Den nordiske MeToo-revolution 2018 – og dens omkostninger

Hér má t.d. panta bókina fáist hún ekki hér á landi.

Hér má lesa greinina. 

Lausleg þýðing, fannst þetta eftirtektarvert.

Allt í einu gat dómstóll götunnar, með fáum en árásargjörnum og háværum róttæklingum, ákveðið hvort fólk ætti að skammast sín opinberlega, og af svo miklu afli að það lifði ekki eðlilegu lífi, var annað tveggja rekið eða þvingað til að hætta vinnu jafnvel sett í fangelsi eða í versta falli framdi sjálfsmorð.

,,Plutselig kunne en vilkårlig moralsk folkedomstol bestående av noen få, men til gjengjeld sterkt aggressive og høytropende aktivister, bestemme om folk skulle skammes offentlig slik at de ikke lenger kunne leve et normalt liv og bli enten sparket eller presset til å slutte i jobben eller kastet i fengsel eller i verste fall begå selvmord."

Á þeim tíma þegar ég sagði þetta var enn grundvallarmunur á milli Metoo-samkenndar og Metoo-róttæklinga. Þá fyrri myndi ég aldrei, hvorki þá né nú, líkja við harðgera hryðjuverkamenn. Kjarninn meðal þeirra síðarnefndu kallast það, sem kerfislega eyðileggja samfélagið, sprengja stofnanir í loft, eyðileggja líf annarra og hræða allt og alla frá því að gagnrýna femínista og Metoo- hreyfinguna, ég fann ekki betra orð en hryðjuverkamenn. Ég held mig enn við það.

,,På den tiden jeg sa det, var det fortsatt et generelt skille mellom Metoo-sympatisører og Metoo- aktivister. Førstnevnte ville jeg selvfølgelig aldri, verken da eller nå, sammenligne med hardcore terrorister. Men den kaldeste kjernen blant de sistnevnte, som systematisk er ute etter å ødelegge samfunnet vårt, sprenge institusjonene våre i luften, knuse andres liv og skremme alt og alle fra å si noe kritisk om feminisme og Metoo-bevegelsen, fant jeg ikke et bedre ord enn terrorisme. Jeg holder meg fortsatt til det."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband