30.6.2022 | 08:51
Kynjafræðingurinn skaut yfir markið
og hefði betur beðið landsliðsmennina, karlaliðið, að kenna sér að skjóta í mark. Sem formaður Jafnréttisnefndar ætlar hún sér, ásamt fleirum af hennar sauðahúsi, eftir mér. Ég vogaði mér að vitna í frettin.is., skrifaði ekki stakt orð frá eigin brjósti, um fyrirlestur Jordans Peterson (hinn umdeilda)og þar með dreifi ég óhróðri að þeirra mati.
Ég hlustaði ekki á fyrirlesturinn í Háskólabíói og get því ekki tjáð mig um hann á nokkurn hátt. Kannski var hann góður, kannski ekki. Kannski var hann fræðandi, kannski ekki. Kannski var hann áhugaverður, kannski ekki.
Umræða um fyrirlestur Jordans í Háskólabíói meðal kennara hefur hvergi farið fram og því er ályktun Jafnréttisnefndar KÍ byggð á sandi.
Mér stökk bros á vör, eins og þegar kynjafræðingurinn ætlaði eftir mér vegna greina minna um ofbeldi barna í garð kennara. Það var í formi ályktunar frá Jafnréttisnefnd. Yfir markið þar líka. Enn er ofbeldisvandinn til staðar og eykst ár frá ári, rúm 20% kennara eru beittir ofbeldi af nemendum á öllum Norðurlöndunum. Hefur aukist frá því að ég vakti landann til umhugsunar á stöðu mála.
Nú er svo komið að KÍ verður að gera vandaða rannsókn á málaflokknum til að fá yfirsýn yfir vandann. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn og láta sem vandamálið sé ekki til staðar. Það gufar ekki upp!
Selma nokkur kennari í Svíþjóð er í stórum dráttum sammála Jordan þegar kemur að börnum í kynáttunarvanda og hvað foreldrar eiga að gera. Ekki þarf öfgamann til að bera það á borð fyrir okkur. Rætt var við Selmu í sænskum sjónvarpsþætti um málið. Hún sat einnig á rökstólnum við transkonu, samt sem áður er hún sömu skoðunar, transkonan gat ekki breytt því. Skynsamur og yfirvegaður kennari hún Selma. Víða má finna svona Selmur.
Af hverju má fólk ekki hafa ólíkar skoðanir á hvernig foreldrar bregðist við tilfinningum barna sinna um kynáttunarvandann? Skoðanakúgun í gangi þegar kemur að ýmsum málaflokkum og virðast skiptar skoðanir fara fyrir brjótið á kynjafræðingum og fleiri hópum. Allar eiga þessar skoðanir rétt á sér, eins og í öðrum málaflokkum. Að lokum er það fagfólk (vonandi nógu hæft)sem tekur ákvörðun með foreldrum og barni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.