26.6.2022 | 10:57
Þú færð ekki að sjá börnin
Ég horfði á heimildarmynd á Netflix sem sagði frá morðingja. Manni sem drap ófríska konu sína og tvær dætur. Þau lifðu í góðu og hamingjusömu hjónabandi. Konan var dugleg að deila alls konar á samfélagsmiðla. Bæði myndum og myndskeiðum. Svo gerist það þegar hún gengur með þriðja barnið að hann verður ástfanginn af annarri og framhjáhald hefst. Sorgarsaga en ekki óalgeng. Hún hafði fundið þetta á sér en hann neitað þegar hún gekk á hann.
Þegar konan kom heim úr vinnuferð eina nóttina elskuðust þau og síðan tók hann málið upp við hana. Sagðist vilja skilnað. Hún brjálaðist og sagði hann aldrei fá að sjá börnin ef hann skilur við hana. Klikk...hann kyrkti hana. Síðar drap hann börnin. Óhugnaður. Ekkert réttlætir svona verkað.
Þú færð ekki að sjá börnin eru orð sem margir karlmenn heyra þegar vandi kemur upp í sambandi eða hjónabandi. Hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur telja börn sína einkaeign. Hvers vegna er börnum beitt á þennan hátt eins og vopni. Ber vott um mikla eigingirni. Vilja börnin láta móður eiga sig og ráðskast með sig hvort þau hitti föður sinn. Faðir, sem svíkur eiginkonu, hefur ekki svikið börnin á nokkurn hátt. Hann er eftir sem áður faðir, og í langflestum tilfellum umhyggjusamur rétt eins og móðir.
Vissulega sorglegt þegar konur grípa í börnin og nota sem skjöld þegar vandi ber á höndum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.