19.6.2022 | 08:35
Ósamþykktar íbúðir rándýrar
Á fasteignavefnum má finna nokkrar ósamþykktar íbúðir, rándýrar. Þar má nefna listastofu og bílskúr sem dæmi. Fólk hefur innréttað þau rými sem íbúð og nú á að græða. Að sjálfsögðu fær fasteignasalinn sinn skerf, gleymum því ekki. Þessar litlu og ósamþykktu íbúðir seljast á tugi milljóna króna. Vonandi gefið upp, hjá öllum fasteignasölum, að íbúðin sé ekki samþykkt sem slík, annars getur kaupandi lent í verulegu basli. Venjulega bera fasteignasalar enga ábyrgð eftir á.
,,Þær íbúðir sem uppfylla ekki skilyrði sem sett eru fram í lögum og reglugerðum samkvæmt mati byggingafulltrúa eru skilgreindar sem ósamþykktar."
Sumar lánastofnanir lána ekki þegar ósamþykkt íbúð er keypt. Menn þurfa að kynna sér það áður en farið er út í kaup á húsnæðinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.