Yfirmenn Akureyrar reyna nú

að klóra í bakkann og þakka starfsmönnum grunnskólanna (og fleirum starfsmönnum) fyrir að hafa staðið vaktina undanfarin tvö ár. Starfsmenn grunnskólanna hafa staðið sig eins og hetjur en lítið hefur heyrst frá bæjaryfirvöldum á þessum tveimur árum. Bæjarstjóri sendi af og til þvílíka langloku að menn nenntu ekki að lesa hana. Einhvers staðar kom svo takk.

Bæjaryfirvöld hafa ekki sýnt í verki að þeim sé umhugað um t.d. grunnskólakennara. Þegar váin vakti yfir okkur áttu kennarar að sýna sveigjanleika og gerðu það. Fóru heim að lokinni kennslu til að undirbúa næstu verkefni. Kennarar notuð eigin búnað og tengingar við vinnu sína. Nokkrir fóru í fjarkennslu og fengu ekkert frá skólanum til að sinna henni. Svona mætti lengi telja.

Þegar talið var að mesta váin væru yfirstaðin vildu stjórnendur og fræðslustjóri Akureyrar kennara inn í skólana aftur. Sveigjanleiki hvarf eins og dögg fyrir sólu. Kennarar urðu eitt spurningarmerki. Bæjaryfirvöld á Akureyri er ósveigjanlegur vinnuveitandi. Væmin þakkarorð nú að tveimur árum liðum hjálpar ekki. Kennarar bera enga virðingu fyrir þeim sem fara með fræðslumálin í bæjarfélaginu.

Kjarasamningur grunnskólakennara var felldur sem er vel. Hvað buðu sveitarfélögin, m.a. Akureyri sem lofsyngur kennara um þessar mundir í tölvupósti.

Hækkun, 25000 kr.

Semja um lækkun vinnuskyldu, án þess að fækka kennslustundum um eina. Meirihluti kennara ræður útfærslu.

Sveigjanleika sem á að semja við stjórnendur um. Skólastjóri hefur síðasta orðið.

Betur heima setið en af stað farið, að mínu mati. Svona lofsöngur án aðgerða fellur í grýttan jarðveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband