14.1.2022 | 20:23
Willum og Katrín skíta
upp á bak. Ljúga því í beinni útsendingu að samráð hefði verið við forystumenn kennarasamtaka. Svo reyndist ekki vera eins og lesa má hér.
Katrín kvenfrelsunarráðherra segir skólana verða að vera opna svo konur komist til vinnu sinnar. Hún heldur kvenfrelsun sinni áfram. Hún á að skammast sín. Gefur augljóslega í skyn að grunnskólinn sé vistunarúrræði. Álit mitt var ekki mikið á henni, ekki hefur það batnað svo mikið er víst.
Willum hefur fallið á prófinu að vera ráðherra, Sú ákvörðun stjórnvalda í dag að halda skólastarfi óbreyttu var ekki rædd á fyrrnefndum samráðsvettvangi aðila þótt skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða. Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. segir formaður KÍ.
Ríkisstjórnin byrjar á öfugum enda. Smitin eru í skólakerfinu, ekki á börnum, veitingahúsum eða öðrum álíka stöðum. Samt skal þeim refsað. Sóttvarnalæknir veit hvaðan smit koma og tillögurnar byggðar á þeirri vitneskju.
Ríkisstjórnin og kvenfrelsunarráðherrann hleyptu illu blóði í kennarastéttina.
Athugasemdir
Það virðast ekki vera hundrað í hættunni fyrir þá sem smitast. Ja, nema fyrir óbólusetta og þá sem eru veikir fyrir. Ég er viss um að kennarar sem eru veikir fyrir mega skorast undan starfsskyldum sínum. Þeir sem ekki vilja bólusetninguna; er þeim ekki bara nær?
EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 14.1.2022 kl. 23:44
Sæll Einar.
Nei kennarar mega ekki skorast undan kennslu. Geri þeir það er um launalaust leyfi að ræða og enginn uppbót frá ríkinu. Langflestir grunnskólakennarar eru ekki þríbólusettir því beðið var lengi með að bólusetja stéttina. Stéttin gerði athugasemd við það, þá var omikron afbrigðið ekki komið til sögunnar, en ekki hlustað.
Annað sem grunnskólakennarar geta ekki er að vísa barni frá líði því illa, eða barni sem óskar aðstoðar, eða barn sem vill faðmlag af því líður illa. Rússnesk rúlletta.
Skólarnir reiða sig á að aðrir kennarar komi í skarð þeirra sem eru frá vegna veikinda eða sóttkvíar. Þýðir að mjög margir kennarar vinna langt umfram vinnuskyldu sína og þurfa svo að undirbúa eigin kennslu. Lengir vinnudaginn í marga daga og stendur jafnvel yfir í langan tíma, allt eftir stöðu skóla í faraldrinum.
Kennarastéttin er fullorðin, meðalaldur hennar er komin yfir fimmtugt.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2022 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.