Janfréttisbarátta forsætisráðherra á covid tímum

er mikilvægari en smitdreifing í grunnskólanum. Hún sagði þetta í viðtali. Konur verða heima ef börnin eru send heim og það er jafnréttismál. Sagði að önnur lönd horfi til Íslands. 

Bullið nær ekki nokkurri átt. Börn mega vera 50 saman í skólanum en 10 heima. Hver skilur þetta rugl. Ekki ég.

Loka á skólum í 7-14 daga á meðan smit meðal barna er svona mikið. Margir skólar óstarfhæfir og aðrir illa starfhæfir. 

Grunnskólakennarar verða að stoppa yfirvinnu sína. Þeir hlaupa undir bagga og enginn veit í reynd hver staðan er í skólunum. Með því að taka aukakennslu eykst álagið því undirbúningur eigin kennslu færist síðar á daginn eða kvöldið.


mbl.is Tíu manna samkomutakmörkun á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu. Þetta sem haft er eftir forsætisráðfrúnni Katrínu er gott dæmi um blinda og ósveigjanlega trú á kennisetningu femínismans. Minnir á stalínismann, hreinlega. Ég veit ekki hvað Vinstri grænir eru að reyna að sanna með þessu, að þeir standi við eitthvað sem stendur í stefnuskránni sinni kannski.

Hún nýtur hylli hjá þjóðinni, en þessi kreddufesta nær ekki nokkurri átt. Kennarar kvarta yfir þessu álagi, hér er komið í óefni.

Ingólfur Sigurðsson, 14.1.2022 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband