Afhjúpun kyns...bönnuð!

Sú skrautlega athöfn, og kjánalega að mínu mati, sem kallast afhjúpun kyns er vinsæl meðal verðandi mæðra. Með veislu, sem oftar en ekki eru haldnar fyrir aðrar konur, er kyn væntanlegs barns kunngjört. Með köku skilst mér, bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka. Slík afhjúpun hlýtur að heyra sögunni til nú þegar foreldrar mega ekki kalla barn sinn dreng eða stúlku. Fíflagangurinn hefur náð hæstu hæðum í stjórnkerfi ríkisins, Þjóðskrá. Skráir ekki lengur hvort kynið fæddist.

Sú ríkisstjórn sem nú situr við völd, og aðrir valdir þingmenn, lét fámennan hóp samfélagsins ráða för en ekki megin þorra almennings. Fámennir hópar samfélagsins ríða röftum. Hinn almenni borgari virðist mega sín lítils. Færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið myndi fámenni hópurinn verða undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband