10.8.2021 | 11:51
Hví ekki sjúkraliða?
Maður spyr sig af hverju ekki er leitað til sjúkraliðastéttarinnar. Þeir hafa menntun, hæfni og færni til að sinna þessu starfi rétt eins og sjálfboðaliðar Rauða krossins. Því miður er sú stétt hundsuð þegar væri hægt að virkja hana. Sama með bólusetningar, engin geimvísindi að stiga fólk í upphandlegginn. Hef sagt það áður og segi enn, sjúkraliðastéttin er víða vannýttur mannafli. Leita má til sjúkraliða sem hafa látið af störfum og væru tilbúir að vinna 2-4 tíma á dag. Margir sjúkraliðar fara á lífeyri 60-65 ára og margir vinna hlutastarf þar sem starfið er líkamlega erfitt, sér í lagi á hjúkrunarheimilum.
![]() |
Hefur ekki verið tjaldað til margra nátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.