15.7.2021 | 10:40
Aðferðir KKK og nútímans
Í mínum augum eru þessar aðferðir um margt líkar. Undirtóninn á svipuðum nótum. Fjölmiðlar láta sitt ekki eftir liggja að mæra aðferðir nútímans.
KKK: Báru hettur á hausnum til að ekki sæist hver þeir væru
Nútíminn: Nafnlausum sögum safnað um ákveðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla
Hér má sjá dæmi:
Hér má sjá annað dæmi:
KKK: Er þekkt fyrir blökkumannahatrið
Nútíminn: Þekkt fyrir hatur sitt á karlmönnum, ímyndað feðraveldi á Íslandi oft notað í orðavali til að sýna vanþóknun sína á karlmönnum, feðrum, öfum, bræðrum, sonum, tengdasonum, tengdafeðrum. Myndir hér að ofan segja meira en nokkur orð.
KKK: Meðlimir sýndu að þeir væru hneigðir til ofbeldis
Nútíminn: Árásir á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum á ákveðna einstaklinga, ekkert annað en ofbeldi
KKK: Tóku menn af lífi án dóms og laga
Nútíminn: Taka æru og lífsviðurværi fólks án dóms og laga
KKK: Stunduðu annað til að hræða menn til hlýðni
Nútíminn: Um 130 konur hræddu þjóðhátíðarnefnd til hlýðni.
Innan hóps er ágreiningur: EF segir: ,,Getum við sýnt smá tillitsemi og hætt að leika einhverjar hetjur. HB svarar: ,,Ef þú ert opinber femínískur áhrifavaldur, en hefur ekki látið í þér heyra síðustu daga og vikur. Þá máttu fokka þér. Ljóst að hér hlýðir meðlimur ekki því sem hópurinn vill, liðhlaupi.
Ef fólk tjáir sig gegn slíkum ofsóknum er það flokkað sem gerendameðvirkni. Sú leið sem fólk hefur í réttarkerfinu er ekki nýtt en samfélagsmiðar óspart notaði til að lýsa andstæðinga ofsóknanna sem meðvirka gerendur.
Engum dytti eða dettur í hug að mæra aðferðir KKK- þær voru viðbjóður í einu og öllu.
Allt ofbeldi á að kæra hvaða nafni sem það nefnist, hvort sem það er barn, kona eða karl sem lendir í því. Ekkert er sjálfsagðara en að segja sögur, nafngreining er hins vegar ekki af hinu góða.
Hér má sjá skilaboð þegar hópmeðlimir malda í móinn og sýna ekki hjarðhegðun:
Heimild: Ku Klux Klan - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.